Menntamál - 01.12.1969, Page 28
234
MENNTAMÁL
Fyrir kom, að mjög duglegir nemendur hlupu yí'ir bekk,
og svo byrjuðu nemendur ýmist í 1., 2. eða 3. bekk eftir
því, hvernig undirbúningi þeirra var háttað. Á áttunda
bekk var litið senr nokkurs konar unglinga- eða framhalds-
skóla, þó hann væri ekki kallaður það; seinna varð þessi
deild að nokkru eins konar undirbúningsdeild undir 1.
bekk Menntaskólans. Reglan var sú, að nemendur luku
sínu skólanámi við ákveðið aldurstakmark, 14 ár, hvar sem
þeir voru staddir í Itekk, þó lield ég, að þess hafi verið fá
dæmi, að þeir væru neðar en í 5. bekk. Það þótti ekki fært
að láta jafnvel tornæmustu nemendurna sitja árum sam-
an eftir í sama bekknum, svo smám saman þokuðust þeir
upp á við.
—■ Urðu nokkrir árekstrar milli ykkar nýliðanna og eldri
kennaranna?
— O, nei. Náttúrlega fann maður það — og það var
ekkert sérstakt fyrirbæri þarna, það er sjálfsagt algengt
hvarvetna í þjóðfélaginu — að sumum þeim eldri fannst,
að þeir ungu ættu ekki að vera að setja sig á háan hest.
Kennaraliðið, sem var í skólanum, þegar ég kom þangað,
var á ýmsan hátt merkilegt fólk, og ég minnist þess með
virðingu og þakklátum hug. Margir kennaranna voru bún-
ir að starfa þarna allt frá aldamótum, svo sem Ingibjörg
Sigurðardóttir, sem síðar varð yfirkennari hjá mér, úrvals-
kennari og drengskaparkona, sem hefur sennilega sett nret
í starfslengd, kenndi í 53 ár við skólann. Hún var ekki
nema 17 ára, þegar hún hóf kennslu; hafði fengið sína
menntun í kvennaskóla og kennaradeild Flensborgarskól-
ans. Þá má nefna Þuríði Jóhannsdóttur, dóttur Jóhanns
Þorkelssonar dómkirkjuprests, sem líka var nrjög lengi
kennari. Sigurð Jónsson skólastjóra, serrr var í fremstu röð
íslenzkra skólanranna; HallgTÍm jónsson, sem var nrikill
baráttumaður í réttinda- og launamálum kennara, einn af
frumherjunum Jrar, ákaflega skeleggur baráttumaður og
eindreginn jafnaðarmaður. Náttúrlega voru Jreir, senr að-