Menntamál - 01.12.1969, Page 29
MENNTAMÁL
235
1 m ! i
1 skólaeldhúsinu.
hylltust þá stefnu, ekki hátt skrifaðir af ýmsum samkenn-
urum sínum, taldir hálfgerðir uppreisnarseggir. Þessi fjög-
ur höfðu starfað lengst við skólann. Svo má nefna Elías
Bjarnason, síðar yfirkennara, fyrirmyndarkennara og prúð-
menni. Þarna voru Helgi Hjörvar og Guðjón Guðjónsson,
báðir baráttumenn í félagsmálum kennara og framámenn
á fyrstu árum S.Í.B. Fleiri mætti nefna, sem settu svip
sinn á skólann, en hér skal staðar numið.
— Það hefur sjállsagt oft verið fjörugt á kennarafund-
um á þessum tíma.
— já, það var oft hart deilt og óvægilega, bæði á fundum
og utan þeirra. Hallgrímur Jónsson og Helgi Hjörvar voru
ósjaldan á öndverðum meiði, báðir mælskumenn og fylgn-
ir sér. Ég minnist jtess, að einn veturinn skrifuðust þeir
á; festi annar bréf sín á stoð í kennarastofunni, en hinn