Menntamál - 01.12.1969, Page 30
236
MENNTAMAL
innan á glerhurð í bókaskáp. Þessi skrif voru öll í léttum
tón og sum í bundnu máli.
— Svo ræðst þú í það að fara utan til framhaldsnáms.
— ]á, Reykjavíkurbær sýndi þá víðsýni og rausn að veita
í nokkur skipti einum kennara ársleyfi á fullum launum.
Það var Sigurður Jónsson skólastjóri, sem átti frumkvæði
að þessu, en hann gegndi iðulega störfum Knuds Zimsen
borgarstjóra í forföllum hans og hafði sterka aðstöðu í
bæjarstjórn. En auk þess fékk ég 1000 króna utanfarar-
styrk frá ríkinu, en ríkið veitti á þeim tíma þrjá slíka styrki
árlega — mikill peningur á þeirri tíð. Þetta var árið 1930.
Og þá fór ég til Edinborgar.
— Hvernig stóð á ])ví, að þú valdir Edinborg?
— Ég hafði lært dálítið í ensku og f'engið áhuga í'yrir
brezkri menningu, það mun kannski hafa haft einhver
áhrif. Ég hafði líka rætt við Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi
fræðslumálastjóra, og Snæbjörn Jónsson bóksala, sem báðir
réðu mér til að fara til Edinborgar, þar sem Skotar stæðu
mjög framarlega í skólamálum. Snæbjörn kom mér í sam-
band við sir William Craigie, þann mikla íslandsvin, og
hann greiddi mér inngöngu í kennaradeild Háskólans í
Moray House. Þar sótti ég fyrirlestra í uppeldisfræði og
kennslufræði, sömuleiðis fékk ég að vera þar í enskutím-
um ætluðum þeim, sem hugðust gerast handavinnukenn-
arar pilta. Þá fékk ég að sitja í tímum hjá landafræðikenn-
ara, sem var að ,,dressera“ þar verðandi kennslukonur í
landafræði, ágætum karli, en svolítið gamaldags. Svo komst
ég líka í eðlisfræði í George Watts College, sem var nokk-
urs konar einkaskóli, en eðlisfræði hafði mig lengi langað
til að læra. Þar voru nemendur víðs vegar að úr brezka
samveldinu, t. d. Afríku. Margir þeirra voru að búa sig
undir sérnám, t. d. í læknisfræði, og alls konar tækninám.
Eg fékk að vera þarna alveg sem nemandi, tók þátt í allri
bóklegri og verklegri kennslu og lauk mínum prófum,
sem voru tvö, um miðjan vetur og um vorið. Náttúrlega