Menntamál - 01.12.1969, Síða 32
238
MENNTAMÁL
í tvö skólahverfi í fyrsta skipti og margir yngri kennar-
anna komnir í nýja skólann.
— Þú hefnr ekki hugsað til breytingar?
— Ja, ég átti svo sem kost á að fara í Austurbæjarskól-
ann, en einhvern veginn varð það nú ekki. Eiginlega báðu
þeir mig báðir nafnarnir að koma til sín, Sigurður Jóns-
son og Sigurður Thorlácius, Ég gat vel fellt mig við að
vinna undir stjórn hvors þeirra sem var. Nú, Sigurður
Jónsson hafði reynzt mér mjög vel, hann beitti sér fyrir,
að ég fengi kennslu við skólann upphaflega, auk þess átti
hann þátt í, að ég kornst utan til framhaldsnáms, svO' að
ég sá enga sérstaka ástæðu til þess að skipta.
— Hvernig bar að endurskoðun fræðslulaganna árið
1936?
— Ja, fræðslulögin frá 1907 voru þá að verða þrjátíu ára
gömul, og þó þau væru samin af víðsýni nriðað við þann
tíma, var orðið ljóst, að ætla þurfti skólunum mun meira
hlutverk en áður. Það mun hafa verið í júní 1934, að þá-
verandi kennslumálaráðherra, Þorsteinn Briem, skipaði
eftir tillögum skólaráðs Snorra Sigfússon, Sigurð Thorla-
cius og mig í nefncl til að endurskoða lög um fræðslu
barna. Seinna var Birni Jónssyni, skólastjóra á ísafirði,
bætt í nefndina. Snorri var formaður nelndarinnar. í sept-
ember sama ár skilaði nefndin frumvarpi til nýrra fræðslu-
laga ásamt ítarlegri greinargerð til ráðuneytisins.
— Þetta hefur verið rnikið starf.
— Já, nefndin aflaði sér bæði innlendra og erlendra
gagna, sem hún taldi að gætu orðið að gagni, einnig var
rætt við ýmsa skólamenn. Ég man, að við sátum oft á
fundum frá morgni til kvölds, því mjög stuttur tími var
ætlaður til að ljúka endurskoðuninni.
— Einhver dráttur hefur orðið á samþykkt laganna?
— Já, frumvarpið verður ekki að lögum fyrr en árið
1936, og þá er það Haraldur Guðmundsson ráðherra, sem
beitir sér fyrir samjrykkt jiess.