Menntamál - 01.12.1969, Page 34
240
MENNTAMÁL
heimavistarskólar leystu farskólana af hólmi einhvern tíma
í framtíðinni.
— Bentuð þið kannski á, hvar ætti að taka fé til þessara
framkvæmda?
— Já, í greinargerð frumvarpsins voru færð mörg rök
fyrir nauðsyn þess að reisa heimavistarskóla í stað f'arskóla.
Þessi rök þóttu svo góð, að skólamálanefndin, sem samdi
frumvarp til fræðslulaga 1946, tók þennan lrluta greinar-
gerðarinnar óbreyttan upp í sína greinargerð. Okkur var
ljóst, að það var erfitt að fá fjármagn til nauðsynlegra
skólabygginga. Við bentum því á, að e. t. v. væri rétt að
verja skemmtanaskattinum í nokkur ár til skólabygginga,
en eins og þú veizt, átti hann að renna til byggingar þjóð-
leikhússins, en á þessum árum var hann eyðslueyrir ríkis-
ins.
Annars átti samkvæmt frumvarpinu að stofna fræðslu-
sjóð og skólabyggingarsjóð í hverju fræðsluhéraði utan
kaupstaða. Sýslusjóðir áttu að leggja ákveðinn liluta af
tekjum sínum í þessa sjóði. Fræðslusjóðirnir áttu að standa
straurn af útgjöldum til fræðslunnar í hverju einstöku
skólahverfi. Skólabyggingarsjóðir áttu að leggja fram fé
til byggingar skólahúsa gegn framlagi ríkissjóðs. Akvæði
um stofnun þessara sjóða voru ekki lögfest, aðeins heimil-
uð i lögunum. Sú heimild var víst hvergi notuð.
— Voru fleiri nýmæli í frumvarpinu?
— Já, í frumvarpinu var t. d. gert ráð fyrir, að landinu
yrði skipt í fræðsluhéruð, Jrar sem liver kaupstaður og
hver sýsla yrði fræðsluhérað. Ekki þurfti þó að binda sig
við sýslumörk ef annað þótti hentara. Svo var gert ráð
fyrir, að á næstu tveim árum færi fram gagnger endur-
skoðun á skipun skólahverfa um allt land, svo að Jreirn
málum yrði koniið í hagkvæmt form, t. d. með sameiningu
skólahverfa. í lögunum var þessari rannsókn slegið á frest,
Jrar til fé yrði veitt til hennar. Hreppapólitík liefur Jrví
miður allt of lengi hindrað skynsamlega skipulagningu