Menntamál - 01.12.1969, Síða 35
MENNTAMÁL
241
þessara mála í dreifbýlinu. Það miðaði t. d. lengi ákaflega
hægt með heimavistarskólana — og ef til vill hefur það
ekki að öllu leyti verið svo slænrt, því hætt er við, að
byggt hefði verið af vanefnum fyrr á árurn. Nú vitum við,
að það hefur mjög mikla kosti menningarlega séð, að
byggja heimavistarskólana stærri, svo að fleiri kennarar
geti unnið saman. Okkur hafa satt að segja orðið á allt of
mörg mistök í skólabyggingum. Þar hefur ráðið of mikið
handahóf. Það er fyrst núna síðustu árin, að skólamál
landsbyggðarinnar hafa verið leyst af víðsýni og myndar-
skap með því að sameina mörg skólahverfi um einn heima-
vistarskóla.
Þá var gert ráð fyrir, að reist yrðu hæli fyrir þau börn,
sem að dómi skólastjóra og skólalæknis teldust óhæf til
skóladvalar í almennum skóla vegna andlegs eða siðferði-
legs vanþroska. I lögunum voru engin ákvæði unr, hvernig
mál þessara barna yrðu leyst. Þessum þætti í fræðslukerfi
okkar hefur miðað sorglega hægt áleiðis, og ákvæði fræðslu-
laganna 1946 um kennslu afbrigðilegra nemenda hafa
reynzt haldlítil í framkvæmd.
— Hvenær var námseftirlitinu komið á?
— Eitt af þeim málunr, sem kennarastéttin barðist fyrir
á þessunr árum, var, að settir yrðu eftirlitsmenn með
barnafræðslunni í landinu. Árin 1931 og 1932 var veitt
fé til eftirlitsins, en svo var því lrætt.
í frumvarpi okkar var lagt til, að landinu rrtan kaup-
staða yrði skipt í 6 námsstjórasvæði og námsstjóri settur
yfir hvert þeirra til 5 ára í senn. í kaupstöðum skyldu
skólastjórar vera námsstjórar hver í sínunr skóla, en þeir
áttu að fá aðstoð við skrifstofuhald o»' daoleot eltirlit.
o o o
í lögunum var námsstjórninni slegið á frest, þar til lé
yrði veitt til hennar, og dróst það í nokkur ár.
í frumvarpinu var enn fremur lagt til, að kotnið yrði
á fót rannsóknardeild í uppeldisvísindum við Háskóla ís-
lands, senr starfaði í sambandi við skólana. Þetta var ekki
16