Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 41
MENNTAMÁL
247
Hins vegar leita kennarar ol't til skólastjóra, ef einhvern
vanda ber að höndum.
— En er ekki nauðsynlegt, að skólastjóri liafi veruleg af-
skipti af nýjum kennurum?
— Jú, vafalaust. Ég ræddi nú yfirleitt við unga kennara
og benti þeim á ýmsa þætti, sem þeir skyldu athuga í
sambandi við viðskipti sín við nemendur, og bað þá að
leita til mín, ef ég gæti eitthvað stutt við bakið á þeim,
og það gerðu þeir oft.
— Nú finnst manni oft, að allt of mikið af tíma skóla-
stjóranna fari í alls konar snatt.
— Já, því þarf að breyta. Og til þess gefst einmitt ágætt
tækifæri með aukinni skrifstofuhjálp. Góðum skrifstofu-
stúlkum er hægt að fela ýmislegt, sem skólastjórar og yfir-
kennarar hafa þurft að vafstra í. Ég álít að þannig nýtist
starf skólastjóra og yfirkennara miklu betur til ýmissa
annarra nauðsynlegra híuta.
— Heldurðu, að það væri ekki heppilegt að ráða meira
af slíku starfsfólki, ekki bara til þjónustu við skólastjóra
og yfirkennara, heldur kennarana almennt?
— Jú, það er ekki nokkur vafi á því. begar til koma ný-
tízku vinnubrögð, þá þurfa kennararnir annað hvort að
vinna sjálfir eða fá unnin ýmiss konar verkefni til nota í
kennslunni. Hér fyrr meir gerðum við kennararnir mikið
af því að hektografera, sem kallað var. Nú, Jretta gerðum
við á kvöldin eða um helgar. Þær voru ótaldar vinnu-
stundirnar, sem ungir kennarar lögðu á sig, bæði við
undirbúning kennslu og ýmis félagsstörf með nemendum.
En til Jress er ekki hægt að ætlast í nútíma þjóðfélagi, að
kennarar vinni slíkt í þegnskylduvinnu. Til þess er ekki
hægt að ætlast af kennarastéttinni frernur en öðrum starfs-
hópum.
— Þarf að lengja árlegan kennslutíma?
— já, ef við ætlum að halda í við aðrar Jrjóðir, þá er