Menntamál - 01.12.1969, Page 51
MENNTAMÁL
257
Generaldirektör R. H. Oittinen:
Nýskipan íinnska skólakeríisins
Á Norrœna sérkennaraþinginu í Ábo i
juni s.l. flutti R. H. Oittinen, frœðslu-
málastjóri Finna, erindi það, sem hér
birtist með góðfúslegu leyfi höfundar.
Finnska þingið samþykkti þann 27. maí 1968 lögin
um grundvöll skólakerfisins, og forseti lýðveldisins stað-
festi þau þann 26. júlí sama ár. Vandinn, sem hafði verið
kappræddur á opinberum vettvangi um 20 ára skeið og
verið viðkvæmt pólitískt deilumál jafnlengi, hafði þar með
verið leystur á lýðræðislegan hátt með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða þingheims.
Hin samþykktu lög hafa lengið kenningarheitið
„rammalögin", af því að þau fela ekki í sér alla skólalög-
gjöfina, heldur aðeins liina almennu umgjörð um skóla-
kerfið. Garnla löggjöfin gildir áfram, að svo miklu leyti
sem hún brýtur ekki í bága við nýju lögin. Lögin um grund-
völl skólakerfisins marka útlínur þess, skilgreina grund-
vallarhugmyndirnar, setja endurbótunum höfuðmarkmið
og opna leiðir til umbóta og þróunar skólakerfisins. Lögin
iiðlast gildi þann 1. ágúst 1970, en eftir þann tíma er hægt
að hagnýta til fulls þá skipulagsmöguleika, sem lögin leyfa.
17