Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 53
MENNTAMÁL
259
kostnaðui' í þeim skólum verið greiddur af foreldrum
barnanna.
Núverandi skólakerfi í Finnlandi er svokallað sam-
hliðakerfi, en í því felst, að fyrst og fremst folkskolan og
lároverket, og að nokkru leyti folkskolan og ákveðnir íð-
skólar (yi'kesskolor) eru ldiðstæð skólaform, ætluð börnum
og unglingum sama aldursárgangs.
Stofn skólakerfisins er ennþá folkskolan, sem saman-
stendur af hinum eiginlega barnaskóla (6 eða 7 skólaár)
og medborgarskolan, en hann býr nemendurna undir at-
vinnulífið (1 eða 2 skólaár eftir lengd barnaskólans). Frá
árinu 1962 hafa sveitarfélögin getað komið á 3ja ára med-
borgarskola með því að bæta 3ja frjálsa skólaárinu við.
Kommunal mellanskola er einnig til sums staðar sem hluti
af folkskolan. Hann samsvarar að námsefni og starfstilhöa-
un lároverkets lágstadium, en nemendurnir njóta sömu
námskjara og í folkskolan, sem er skyldunámsskóli.
Til lároverket lieyrir mellanskolan og menntaskólinn.
í lároverket greiða nemendurnir skólagjöld og standa
straum af öðrum námskostnaði sínum — þeir greiða m. a.
sjálfir námsbækurnar. Venjulega flytjast nemendurnir úr
4. bekk folkskolan í lároverk (mellanskola), þegar þeir eru
11 ára gamlir, en það er einnig mögulegt að komast í
lároverk að afloknu 5. eða 6. skólaári. Mellanskola, sem
byggir á 4ra ára folkskola, er 5 ár að lengd og sá, sem
byggir á 6 ára folkskola, 3ja eða stundum 4ra ára. Mennta-
skólinn er alltaf 3ja ára. Nemendurnir eru valdir í mellan-
skola sumpart eftir umsögnum kennaranna í folkskolan og
ársprófi og sumpart eftir sérstöku samræmdu inntökuprófi
(landsprófi). Allir nemendur, sem ljúka námi við mellan-
skola, fá burtfararpróf, sem veitir þeim rétt til að sækja
um inngöngu í menntaskólann. Menntaskólanum er venju-
lega skipt í deildir eftir námsleiðum.
Breytinga á núverandi skólakerli var þörf af félagsleg-
um, uppeldislegum og efnahagslegum orsökum. Kennslan