Menntamál - 01.12.1969, Side 63
MENNTAMÁL
2f>9
Dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri:
Kennaraskólinn
og kennaramenntunin
Framsögurœða á fundi í Stéttarfélagi barnakennara
í Reykjavík, kl. 14 laugardag 29. nóv. ’69.
Ég ætla að gera ráð fyrir |>ví, að okkur, sem hér erum
saman komin í dag, verði aldrei stefnt fyrir dóm sögunnar.
Ég ætla ennfremur að gera ráð fyrir því, að við séum á
einu máli um það, að saga mannlífsins sé ofurseld gleymsk-
unni á auðnum árþúsundanna, ofurseld gleymskunni nema
livað hún lifir í viðbrögðum okkar til vits og kennda, átaks,
andardráttar eða hjartsláttar, og svo geymast í svip nokkur
nöfn frá þeirri morgunskímu eða þá því aftanbliki sög-
unnar, sem kennt er við menningu. Hver sá er finnur
blóðið renna um æðar sér með þessum hætti, hann veit,
að dómur sögunnar skiptir ekki máli.
Nú ætla ég þó að láta senr dómur sögunnar skipti máli
og varði að einhverju þá stofnun, sem mér hefur verið
fengin til umsjár um sjö ára skeið. Eg hugsa mér dómarann
persónugerðan í einhverjum sagnfræðingi framtíðarinnar.
Hann mun leita eftir svo kölluðum samtímaheimildum,
og hann ber t. d. niður í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu
4. sept. 1969, Skólakerfið og nálaraugað, og í ritstjórnar-
grein i Mánudagsblaðinu 13. okt. sama ár, Glœpir í skóla-
málum.
Ritstjóri Morgunblaðsins ræðir nokkuð rækilega um þá