Menntamál - 01.12.1969, Síða 67
MENNTAMÁL
273
að veita þeim rétt til inngöngu í B.A.-deild Háskólans.
Hai’a slík réttindi kennurum til handa verið allmikið rædd,
en ekki fengizt enn sem komið er. . . . Heimildin til þess
að lengja framhaldsnámið í tvc') ár, þegar ástæður leyfa,
myndi ekki aðeins gefa kost á auknu framhaldsnámi, held-
ur einnig möguleika til að létta á námskröfum í almennu
kennaradeildinni í ýmsum greinum, svo að auka mætti
kennslu í uppeldisgreinum.
Þá er hér ennfremur gert ráð fyrir möguleika á, að skól-
inn búi nemendur þá, sem þess óska, undir stúdentspróf.
Um aukna æfingakennslu, kjörfrelsi og undirbúningsdeild
sérnáms ræði ég síðar.
Ég hef rifjað upp þennan kafla úr greinargerðinni, sem
er raunar leifar einar og á naumast við nokkurn staf í
lagabálkinum, til þess að minna á þá ljósu grein, sem
nefndin gerði sér l'yrir því, að auka þyrl'ti hinn faglega þátt
kennaranámsins, en dreifa námstímanum ekki á sundur-
leita almenna menntun, og ennfremur vakti íyrir sumum
nefndarmönnum að minnsta kosti útúrdúra- og krókalaus
lenging kennaranámsins um tvö ár, og skyldi fylgja því
náin tengsl við Háskóla Islands og réttindi þar til fram-
haldsnáms. Sama mat á faglegum kröfum um kennaranám
kom fram í þeirri ætlan nefndarinnar, að námstími í
kennaradeild stúdenta skyldi verða tvö ár, jafnskjótt og
sárasti kennaraskorturinn væri úr sögunni.
Hinn 3. maí 19(14 fól menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ.
Gíslason skólastjóra Kennaraskólans að semja reglugerð í
samræmi við lögin frá 1963.
Undirbúningur þessa starfs var þegar hafinn. Fyrsta stig
hans var að kveðja saman til funda kennara Kennaraskólans
í einstökum greinum og ýmsa menn utan skólans, sem vitað
var, að hefðu sérstaka þekkingu eða áhuga á málefnum
Jreim, sem um var ljallað hverju sinni.
Að Jressum undirbúningsviðræðum loknum var aðalkenn-
urum í námsgreinum skólans falið að gera drög að náms-
18