Menntamál - 01.12.1969, Síða 71
MENNTAMÁL
277
Verkaskipting sú, sem hér hefur verið talin, ætla ég, að
skilji eftir varanleg spor í íslenzkri fraeðslulöggjöf i fram-
tíðinni, og er nærtækast dæmið af löggjöf þeirri um mennta-
skóla, sem vænta má að afgreidd verði á Alþingi því, er
nú situr.
Deildaskiptingin er að sjálfsögðu hugsuð í beinum tengsl-
um við 3. grein laganna; þar segir m. a.:
,,. . . Ennfremur er heimilt að taka upp sérkennslu í
fleiri greinum, og skidu nemendur þá í samráði við skóla-
stjóra velja sér aðalgrein eina eða fleiri."
Við lítum síðar á mynd, þar sem kennsluskipanin og
kjörgreinarnar eru markaðar. Bekkjarskipan í hefðbundn-
um stíl er haldið að verulegu leyti í fyrsta og öðrum bekk.
Þó er komið á fót námsflokkum í I. bekk, er á veturinn
líður eftir sérþiirfum nemenda, og í öðrum bekk, þar sem
mikil áherzla er lcjgð á náttúrufræði, lýkur námi síðari
hluta maímánaðar með vettvangsfræðslu í líffræði og jarð-
fræði. Má þar nefna grasafræði og skógrækt, líffræði fjör-
unnar og fuglaskoðun, en athygli hefur einkum verið
beint að jarðfræði nágrennisins, enda af nógu að taka.
Kjörgreinaskipanin þarfnast, ef vel á að vera, eigin lnis-
næðis, tækja og bóka, en á það hefur mjög skort. Hitt ætla
ég, að kjörgreinaskipanin í Kennaraskólanum hafi flýtt
fyrir því, að yfirstjórn fræðslumálanna hefur sett heimild-
arákvæði um lágmarksfjcjlda nemenda í slíkum námsflokk-
um, en slík heimildarákvæði eru bein forsenda fyrir því,
að fjárveiting verði skynsamlega áætluð og heimiluð.
Þar sem fyrr var vikið að Jdví, að hefðbundinni bekkjar-
skipan væri haldið í fyrsta og öðrum bekk, er ])ó rétt að
geta Joess, að Jrar, en jví einkum í þriðja og fjórða bekk
og kennaradeild stúdenta hefur nokkuð verið gert af jní
að slá sarnan bekkjum, tveimur, þremur eða jafnvel fjórum
í fyrirlestrum í námsefni, sem ætla má að sé jafnvel kynnt
eða betur með fyrirlestrum en öðrum hætti.
Fyrirlestrakennslan í Kennaraskólanum á undanförnum