Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 74
280
MENNTAMÁL
240. í bóklegri áheyrn eiga að vera í vetur, enda þótt fyrsta
og öðrum bekk sé sleppt, rúmlega 200 nemendur. Tvö árin
næstu verða þeir 200—240, en fækkar síðan mjög vegna
væntanlegra breytinga á inntökuskilyrðum. Samanlagður
fjöldi í áheyrn og æfingakennslu verður í vetur tæpir 400
nemendur, en nokkuð yfir hálft fimmta hundrað tvö árin
hin næstu, og fellur síðan af fyrrgreindum ástæðum niður
í eðlilegan fjölda.
Með árinu 1950 verða þau markverðu tímamót í sögu
Kennaraskólans, að stúdentar taka fyrir alvöru að leggja
leið sína þangað. Fram að þeim tíma höfðu þeir sótt hann
mjög stopult, og ekki verið sérstakar deildir fyrir þá, held-
ur sóttu þeir tíma með lokabekk almennu deildarinnar,
sem var raunar eina deildin í skólanum til 1949. Á ára-
bilinu 1955—'65 voru álíka margir stúdentar og fjórðu-
bekkingar brautskráðir.
Árið 1963 tók undirbúningsdeildin til starfa. Æfinga-
kennsla hófst því í þeirra deild, þ. e. í öðrum bekk, árið
eftir.
Ef litið er á viðkomu og eftirspurn á kennurum næstu
5 árin eftir 1970, mun áætluð þörf á brautskráðum kenn-
urum á skyldunámsstigi, miðað við óbreytt skólakerfi,
vera 35—50 á ári. Áætlun mín fyrir væntanlega braut-
skráða nemendur úr Kennaraskólanum er:
1970 um 180
1971 - 200-220
1972 ................ - 240-250
1973 ................ - 230-240
Árið 2000 er árleg lágmarksþörf áætluð 300 brautskráð-
ir kennarar.
Eg leyfi mér nú að endurtaka í myndum meginatriði
þess, er ég hef rakið til þessa.
Að lokum er yfirlitsmynd um lóð Kennaraskólans og