Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 86
292
MENNTAMÁL
hinum Norðurlöndunum. Það lengsta sem við komumst,
er að skýra frá því, að síldveiðarnar liali brugðizt. Þar sem
kennarastarfið á hinum Norðurlöndunum er tiltölulega
vel launað miðað við önnur störf, miða nýir samningar
aðallega að breytingum á launum vegna sérstakra starfa
innan skólanna, má þar nelna t. d. sérkennslu, stöðu skóla-
stjóra og yfir- eða umsjónarkennara. Auk þessa eru stöðugt
gerðar kröfur til þess, að kaupmáttur launa aukist, þ.e.a.s.
að hækkun launa miðist ekki einvörðungu við aukna dýr-
tíð, heldur feli í sér aukinn kaupmátt þeirra.
í Svíþjóð voru gerðir samningar við ríkisstarfsmenn til
tveggja ára og heildarprósentuaukningin var allt upp í
14% í lægstu launaflokkunum. í Finnlandi verða litlar
breytingar á launum á næstunni. Þó eiga laun að hækka
um 1% á næsta ári.
I Noregi urðu allverulegar breytingar til hækkunar fyrir
kennara í smábarnaskólum, og einnig hjá skólastjórum og
yfirkennurum.
I Danmörku stóðu yfir samningar um ný launalög, sem
gera ráð fyrir allmiklum breytingum, bæði fyrir kennara
og aðra ríkisstarfsmenn. Of langt mál yrði að gera grein
fyrir þeim, en nefna mætti, að allmiklar breytingar til
hins betra höfðu þó náðst fyrir skólastjóra og yfirkennara
og laun kennara munu almennt hækka um 5%.
Af öðrum málum, sem voru á dagskrá, mætti nefna:
1. Forskólakennslan
2. Samanburður einkunna
3. Umferðarkennsla í skólum
4. Náttúruvernd
5. Lestrarkennsla í þróunarríkjunum, sérstaklega í
Tanzaníu.
6. Almenn umferðarkennsla.
Öll þessi mál voru ýtarlega rædd, en engar samþykktir
gerðar, enda er ekki ætlazt til þess eftir þeirn reglum,