Menntamál - 01.12.1969, Side 89
MENNTAMÁL
295
stöðum. í lok fundarins var kjörin ný stjórn, og eiga í henni sæti:
Sigurður O. Pálsson, Gísli Hallgrimsson og Kristján Ingólfsson;
varamaður er Hermann Guðmundsson.
Tölulegar upplýsingar
í ræðu sinni gaf námsstjóri, Skúli Þorsteinsson, nokkurt yfirlit um
skyldunámsskólana í kjördæminu, en þeir eru samtals 37 talsins og
nemendafjöldi 2124. Við þcssa skóla starfa 123 kennarar, þar at
80 fastráðnir og 43 stundakennarar. Af fastráðnum kennurum eru
karlar í meirihluta eða 53 en konur 27. Nær þriðji hver kennari
hefur ekki tilskilin réttindi, 32,5% móti 12,5% á öllu landinu.
Skúli minntist sérstaklega á 50 ára afmæli Sambands íslen/kra
barnakennara á árinu 1971. Er fyrirhugað að minnast þess með
kynningu á starfi skólanna og baráttumálum kennarastéttarinnar.
Kaus lundurinn nefnd til að undirbúa skólasýningar hér á Austtu-
landi í tilefni afmælisins.
Skólamdl á Austurlandi
Bergur Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri, hafði framsögu um
skólamál á Austurlandi og kynnti áætlunardrög, sent samin liafa
verið á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, og er gert ráð
fyrir að sambandið gangi frá endanlegri áætlun unt skólamál á næsta
ári. í áætlunardrögum þessum er gert ráð fyrir, að reynt verði að
bæta úr því alvarlega ástandi, sent nú ríkir i fræðslumálum fjórð-
ungsins, með því að byggja skólana upp sent heimangöngu- eða
heimanakstursskóla samfara endurnýjun vegakerfisins. Taldi fram-
sögumaður þetta einu skynsamlegu leiðina. Miklar umræður urðu
um þessi mál, og vöruðu flestir við því að einblína á eina lausn fyrir
svæðið í heild og fundu heimanakstursstefnunni margt til foráttu.
Ræðumenn töldu þó eðlilegt, að stefnt væri að því samfara upp-
byggingu vegakerfisins að vandi skyldunámsins yrði leystur án lieima-
vista, en nokkrir undirstrikuðu sérstöðu gagnfræðastigsins, þar sem
byggja yrðí á heimavistarskólum að verulegu leyti framvegis.
Kennslunýjungar kynntar
Hörður Bergmann kynnti fundarmönnum nýjungar við móður-
málsnám og kennslu erlendra tungumála og flutti tvö fróðleg erindi
um þau efni. Miklar breytingar hafa orðið varðandi íslen/kukennslu
í gagnfræðadeildum síðustu árin, og rniða þær að því að sameina
betur en áður hina ýmsu þætti kennslunnar og auka vægi bókmennta
og talþjálfunar á kostnað málfræðigreiningar. Þessa þróun taldi