Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 95
MENNTAMÁL
301
—
UMSAGNIR
UMBÆKUR
s______-
DRÖG AÐ LESTRARFRÆÐI
Höf.: Birte Binger Kristiansen
ÞýÖ.: Jónas Pálsson
Útg.: Hlaðbúð
Ekki alls fyrir löngu kom út bókin Drög að lestrarfrœði eltir
Birte Binger Kristiansen í þýðingu Jónasar Pálssonar, sálfræðings.
Frumkvæði að íslenzku útgáfunni átti Kennaraskóli íslands, og
er hún fyrst og fremst ætluð nemendum hans. Bókin á þó ekki síður
erindi til kennara almennt, einkum þó lestrarkennara.
Tilgangur bókarinnar er sá, að gefa „samfellt yfirlit um helztu
atriði lestrarferlis, skilyrði barna til lestrarnáms, sitthvað um sér-
kenni lestrarkennsluaðferða og nasasjón af kenningum um orsakir
lestregðu og hvernig úr henni niegi bæta“, eins og stendur í formála
bókarinnar.
Og hvernig tekst svo til? Að mínu viti með ágætum vel.
Framsetning og skilgreining er mjög ljós, málið li])iirt og eðlilegt,
og [)ó að vilnað sé í sífellu til vísindalegra rannsókna og niðurstaðna,
sem allar eru af erlendum toga, verða þær auðskildar í meðferð höf-
undar og þýðanda.
Það er skemmtilegt að kynnast öllum þeim fræðimönnum í lestrar-
tækni og kennslu, sem bókin nefnir.
Einnig er athyglisvert, hversu mörgum liefur þótt og þykir lestrar-
kennsla og lestur forvitnilegt efni til rannsóknar. Þó að ekki kæmi
annað til, ætti það að vera lestrarkennurum og kennurum almennt
vísbending um, hversu mikilvægu starfi þeir gegna, svo að þeir
mættu taka þetta starf sitt jafnvel enn alvarlegri tökum en ella. Þar
að auki, og raunar lyrst og fremst, flytur bókin þann fróðleik um