Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 110
r-
Nýtt handa framhaldsskólum
LJÓÐALESTUR. Höfundar: Finnur Torfi Hjörleifsson og Hörður
Bergmann. — Bókin skiptist í þrjá meginhluta: fjóra kafla, sem
ætlað er að skýra nokkur helztu einkenni og eigindir Ijóða,
kvæðasafn og verkefni ásamt skýringum. — Einstakir kaflar
heita m. a.: Saga og Ijóð; Ijóðalestur, er fjallar um sérkenni
Ijóðlistar og sérstöðu hennar sem skáldskapargreinar; Hljóð-
blær, er fjallar um hrynjandi, rím, Ijóðstafi og hljómblæ; Mynd-
ir, líkingar og tákn, Nútímaljóð og Kvæðasafn. Aftast í bók-
inni eru verkefni og skýringar.
ALMENN LANDAFRÆÐI eftir Guðmund Þorláksson og Gylfa Má
Guðbergsson. í bókinni eru aðalþættir almennu landafræðinn-
ar, sem dreifðir eru í námsefni svæðalandafræðinnar. Hér eru
þeir dregnir saman í stuttu máli, með nýju yfirbragði og ýmsu
nýju efni bætt við úr eðlisrænni landafræði, og atvinnu-, fram-
leiðslu- og menningarlandafræði. Margar myndir og teikning-
ar eru til skýringar efninu. Einnig eru í bókinni ellefu litprent-
aðar myndir.
ALGEBRA, I.—II. hefti. Höfundur Már Ársælsson. Einkum ætluð
nemendum 3. og 4. bekkjar I gagnfræðaskólum. Þetta er til-
raunaútgáfa, þar sem reynt er að færa kennslu í algebru nær
kröfum tímans. Svör við báðum heftunum eru í undirbúningi.
DANSKAR ÆFINGAR, eftir Guðrúnu Halldórsdóttur. í bókinni eru
málfræðiæfingar, endursagnir, stílaefni, m. a. myndir til að
skrifa um og undirstöðuatriði ! setningafræði. — Kennsluleið-
beiningar hafa verið gefnar út.
SEXTÁN VINNUBÓKABL. í EÐLISFRÆÐI, samin af Erni Helga-
syni. Teikningar: Biarni Jónsson. Á blöðum þessum eru skýrð
nokkur grundvallaratriði eðlisfræðinnar. Notkun þeirra er ekki
bundin við neina sérstaka kennslubók í eðlisfræði.
RÍKISÚTGÁFA NÁMSBÓKA
SKÓLAVÖRUBÚÐIN