Heima er bezt - 01.07.1994, Page 10
Nýja hótelið í Vík, kirkjan í haksýn.
- Athyglisvert er
að síðustu sumur
virðist sem Mýrdœl-
ingar ha.fi verið að
sœkja í sig veðrið í
því skyni að vekja
athygli á svœðinu
og laða til sínferða-
fólk og nii upp á síð-
kastið hefur verið
lagt kapp á að húa
svo um hnútana að
ferðamenn nemi
staðar og láti fara
vel um sig.
„Við reynum að
fá ferðafólk lil að
staldra hérna við og
í þeim tilgangi höf-
um við nú reist þetta
hótel. Einnig höfum
við í auknum mæli
boðið fólki upp á af-
þreyingu. Hjólabát-
arnir hafa mikið að-
dráttarafl, við erum
með hestaleigu hér,
bjóðum upp á veiði
og bendum gestum á
skemmtilegar göngu-
leiðir allt í kring. Það er auðvitað
mikilvægt að fá fólk til að nema
staðar á stöðum sem þessum. Þjón-
ustan á svæðinu hefur farið batnandi
og með tilkomu hótelsins hefur hún
batnað enn. Nú getum við tekið á
móti stórum hópum bæði í mat og
gistingu, sem við gátum ekki áður.
Hér var aðeins um að ræða gamalt
hótel sem byggt var í kringum 1920
eða svo. Það var fyrir löngu orðið úr
sér gengið og ónothæft. Nýja hótelið
kemur í staðinn og nýi matsalurinn í
Víkurskála. Þetta breytir verulega
miklu og eykur umsvifin í plássinu.
Við gerum okkur jafnframt vonir um
að geta jafnvel boðið upp á aðstöðu
til ráðstefnuhalds á öðrum tímum en
yfir hásumarið. Ymsir einstaklingar
hafa líka lagt út í umtalsverða upp-
byggingu og bjóða nú upp á mynd-
arlega gisti- og veitingaaðstöðu. I
því sambandi tná benda á verulega
uppbyggingu hjá ferðaþjónustu
bænda hér í hreppnum og fleiri
aðilar hafa verið að byggja upp
gistiaðstöðu hér um slóðir.
Við stefnum að því að byggja sund-
laug á næsta ári. Við búum ekki við
hlunnindi á borð við heitt vatn úr
jörðu en við trúum því að það sé hér
einhvers staðar og munum leita þess.“
- Hvað með félagslíf í Mýrdals-
hreppi?
„Það er með ágætuin, tel ég vera.
Hér eru t.d. þrjú kvenfélög, tveir
kirkjukórar, tvö ungmennafélög,
hestamannafélag, skógræktarfélag,
björgunarsveit og Lionsklúbbur, svo
nokkur dæmi séu nefnd, og starfa
allir þessir hópar af miklum krafti.
Fólk getur fundið ýmislegt við sitt
hæfi í félagslífinu ef það leitar eftir
því.“
- Aðspurður um hvort henda megi
á einhver séreinkenni á Mýrdœling-
um kveður Guðmundur slíkt varla
verafyrir hendi.
„Eg held að þeir séu bara ósköp
venjulegir Islendingar án sérein-
kenna. Þó má segja að ef til vill ein-
kenni þá nokkur hógværð og hlé-
drægni. Einhvern tíma var því þó
lýst svo að á meðan fólk í öðrum
landshlutum segði strax já, segði
Mýrdælingurinn gjarnan kannski.
Hér býr gott fólk.“
Undir högg að sœkja
Greinilegt er að Mýrdælingar láta
ekki sitja við orðin tóm enda margt
verið að gerast þar að undanförnu.
Guðmundur segir að mannlíf sé með
ágætum. Undanfarin misseri hafi
verið viðvarandi atvinnuleysi í
nokkrum mæli en því sé aftur á móti
ekki fyrir að fara í sumar að neinu
ráði.
226 Heima er hest