Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Page 11

Heima er bezt - 01.07.1994, Page 11
í þorpinu búa um 350 manns að sögn oddvitans en innan við 600 í hreppnum öllum. „Fólki hefur farið heldur fækkandi en íbúatalan hefur þó nokkurn veginn stað- ið í stað síðustu miss- erin,“ segir Guð- mundur. „1 hreppnum eru góðir grunnskólar en unga fólkið þarf að fara að heiman til að sækja framhalds- skóla. Margir fara ýmist í Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi eða Mennta- skólann á Laugar- valni. Sumir fara til Reykjavíkur. Þetta unga fólk tlest hverf- ur síðan héðan, því miður, vegna þess að við getum ekki boðið því vinnu að námi loknu. Það er aðeins lítið hlut- fall sem skilar sér aftur, alltof lítið. Hér er mjög gott að ala upp börn - upp að því marki þegar þau þurfa að fara að heiman vegna skólagöngu. Það kemur alltaf að því að foreldrar þurfi að sjá á eftir þeim, slíkt er alltaf erfitt. Því miður virðist vera erfitt að setja á slofn iðnað og önnur fyrirtæki á stað eins og þessum. Markaðurinn er allur á suðvesturhorninu og samkeppnin hörð við innflutning- inn. Hér er hafnleysi og því hefur engin teljandi útgerð verið rekin síð- an fyrr á öldinni. Eg minnist þess þegar tveir sexær- ingar voru gerðir út héðan þegar ég var á barnsaldri. Reyndar var ekki róið nema einstöku sinnum yftr sum- arið. Annar hét Vonin og hinn hét Lukkusæll. Lagt var upp frá ósum Jökulsár á Sólheimasandi, frá svokölluðu Maríuhliði. Útræði var meira fyrr á tímum og var fiskurinn umtalsverð búbót meðal bænda. Fugla- og eggjataka var einnig stunduð hér í miklum mæli en hefur Efri mynd: Kort af Mýrdalnum. Neðri mynd: Reynisdrangar. Samkvœmt þjóðsögunni urðit þeir til með þeim hœtti að tvö tröll œtluðu að draga þrísiglt skip að landi en döguðu uppi og urðu að steinum. nú að mestu lagst af. Fýllinn var mjög vinsæll. Hann sést nú sjaldan á borðum en mér finnst hann mjög góður. Fýll er mjög sérstakur á bragðið og af honum er sérkennileg lykt. Mér finnst hann miklu betri ef hann er kafsaltaður og hefur legið í salti í nokkurn tíma. Vík er fyrst og fremst þjónustubær. I fyrsta lagi má nefna þjónustu við fbúa staðarins og í sveitinni, sem er stærsti þátturinn, síðan ferðaþjónustu og loks eru hér rekin ýmis fyrirtæki og gengur rekstur margra þeirra mjög vel. Ég held að fólk hafi það tiltölulega gott og hér sé mannlíf að mörgu leyti með ágætum.“ ÍTTám Heima er hest 227

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.