Heima er bezt - 01.07.1994, Page 19
Öskar Sigvaldason
frá Gilsbakka:
Hringferð
um ísland
1945
Mig langar að rifja upp
eina ferð af mörgum sem
ég hef farið um Island.
Þessi ferð var farin árið
1945 og þá hringinn um-
hverfis landið, það er
leiðin sem nú er nefnd
/
þjóðvegur eitt. Eg hef
haft mikinn áhuga á því
að sjá landið og kynnast
þvi sem best og starf mitt
hefur gert mér mögulegt
að sinna þessu áhugamáli
mínu nokkuð.
Óskar Sigvaldason, 1945.
r
g er fæddur árið 1908 á Gils-
bakka í Öxarfirði og lærði á
bíl heima í héraði árið 1930,
þar sem ég keyrði fyrst vörubíl. Síð-
an fór ég til Akureyrar og keyrði á
BSA (Bifreiðastöð Akureyrar), þá
áætlunarbíla, og var mest í langferð-
um. Ég sá ntikið af landinu á þeim
ferðum því ég keyrði frá Akureyri
austur á Firði. I þá daga var ekið alla
leið til Viðfjarðar með farþega til
Norðfjarðar, sem sfðan fóru yfir
fjörðinn á bát til Neskaupstaðar. Eins
ók ég oft suður í Borgarnes en þaðan
fóru farþegar með skipi til Reykja-
víkur.
Haustið 1943 hætti ég á BSA og
fluttist til Reykjavíkur og settist þar
að.
Fyrst keyrði ég þar vörubíl lítils
háttar en síðan fór ég í leigubílaakst-
ur og keyrði þá á bifreiðastöðinni
„Hreyfli.“
Það var seint í júní 1945 að beðið
var um bíl í þriggja daga ferð. Það
átti að fara austur um sveitir og sýsl-
ur, allt austur á Síðu og í Fljótshverfi
eða þangað sem fólksbílum var fært.
Heima er hesl 235