Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Side 22

Heima er bezt - 01.07.1994, Side 22
eins og var daginn áður, logn og sól- skin. Fyrst fór ég suður yfir Breið- dalsá, síðan gönguslóðir frani hjá Osi, en áður en ég kom að Kleifum, sem er örnefni við sjóinn, mætti mér hin fræga austfjarðarþoka, sem ég hafði ekki kynnst áður í þeirri mynd sem hún birtist mér nú, dimm svo að lítið sá ég frá mér. Þó grillti í sól öðru hvoru í gegnum þokuna og bárugjálfur varð ég var við úr fjör- unni þegar ég fór fram hjá Streitis- hvarfi. Ég paufaðist áfram æðilengi í þokunni eftir götuslóða, en þar kom að bær var fram undan. Hann sá ég vegna þess að gatan lá sem næst um hlaðið á bænum. Þetta voru Karls- staðir. Þarna gerði ég vart við mig og var mér vel tekið. Mér var boðið inn og þáði ég góðar veitingar, en þá var að athuga hvort ég fengi mig ferjað- an yfir fjörðinn, það er Berufjörð, yfir til Djúpavogs. Það reyndist auð- velt og voru strax kvaddir til tveir röskir drengir sem ég fór með niður að sjó. Þar var ýtt úr vör lítilli trillu og haldið út í þokuna, sem mér virt- ist nú mjög dimm. Það sást varla út fyrir borðstokkinn og lítið vissi ég hvert við vorum að fara. Ferðin gekk samt ágætlega og áður en varði renndi trillan upp að bryggjunni á Djúpavogi. Ég borgaði þessum ratvísu drengj- um bátsferðina sem er mér enn í fersku minni. Ég hoppaði í land og skundaði upp bryggjuna. Við fyrsta húsið nam ég staðar. A því stóð „Kaupfélag Berufjarðar.“ í því sem ég stend þarna kemur maður út úr húsinu sem ég þekkti ekki. Hann heilsaði mér vingjarnlega og sagði: „Þú þekkir mig nú ekki sem ekki er von,“ og bætti svo við: „Þú ókst áætlunarbíl á milli Akureyrar og Austfjarða og í bílnum voru yfir tutt- ugu manns og ég var einn þeirra. Ég man vel eftir þér sem rútubílstjóra, en komdu nú inn og segðu mér frá ferðalagi þínu.“ Þessi maður var kaupfélagsstjórinn á staðnum, Jón Gunnarsson. Hann leiddi mig inn og bauð mér í stofu þar sem ég þáði góðar veitingar og svo sagði ég honum frá ferðalagi mínu. Fyrirhugað væri að komast hringinn, fara hringferð um landið, frá Reykjavík norður og austur um land og síðan suður og vestur um sýslur til Reykjavíkur. Lauk ég frá- sögn minni með því að segja að mig / Hamarsfirði. langaði að komast í Álftafjörðinn í kvöld. í fyrstu virtist mér Jón dálítið hissa að heyra ferðaáætlun mína. Hann Einar í H valnesi á Lónsheiði. 238 Heima er hesl

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.