Heima er bezt - 01.07.1994, Page 25
Ain Kolgríma í Suðursveit. Undir
brúna má sjá í bœinn Skálafelí.
A Vagnsstöðum í Suðursveit.
einstaklega þægir og góðir og auð-
vitað þaulvanir vatnahestar.
Eftir um klukkustundarferð í Jök-
ulsá í Lóni komumst við loks yfir á
vesturbakkann og varð ferðafólkið
mjög fegið. Nú var ég reynslunni
ríkari eftir að hafa komist í kynni við
jökulá í foráttuvexti.
Við kvöddum þennan ágæta leið-
sögumann sem fylgdi okkur í hlað á
Volaseli. Þar beið okkar fólksbíll svo
ekki var beðið boðanna heldur stigið
strax inn í hann og haldið af stað til
Hornafjarðar. Við komum á Höfn
eftir miðnætti, en þar þekkti ég eng-
an og því spurði ég bílstjórann hvar
helst væri fyrir mig að fá gistingu.
Hann sagði að það væri ekki auðveit
þegar svona væri orðið framorðið en
sagði:
„Eg get bætt úr því fyrir þig, þú
getur fengið að sofa heima hjá mér.“
Varð ég því náttúrlega mjög feginn
og þarna átti ég góða nótt. Þessi
ágæti bílstjóri hét Eiríkur Júlíusson.
Hann gerði mér meiri greiða en
þetta með gistinguna. Já, virkilega
mikinn greiða. Þannig var að ég
sagði honum frá ferðalagi mínu og
að fyrirhugað væri að reyna að kom-
ast hringinn, það er hringinn um-
hverfis landið, landveginn. Þegar
hann hafði heyrt frásögn mína get ég
látið mér detta í hug að hann hafi
hugsað eitthvað á það leið að þessi
angurgapi þekkti ekki vatnsföllin
hérna, en sagði við mig í viðvörunar-
tón:
„Arnar hérna í Hornafirði eru
margar og sumar mjög vatnsmiklar
og ekki síst núna eftir þessa miklu
hita undanfarna daga, því þær koma
frá Vatnajökli eins og Hornatjarðar-
fljót, Heinabergsvötn og margar
fleiri og eru allar í bullandi vexti.“
Vafalaust hefur það verið hárrétt
athugað hjá Eiríki að ég gerði mér
ekki ljóst hvemig ég kæmist þessa
leið því hún er vissulega erfið og
seinfarin. Síðan sagði hann:
„Þessa leið ferðu ekki núna. En
það er til önnur leið sem er oft farin
og skal ég athuga fyrir þig hvort þú
getur ekki komist hana.“
Hófst hann strax handa um að at-
huga það fyrir mig. Fyrst hitti hann
kunningja sinn sem átti trillu og sá
kvað sjálfsagt að skjóta manni fyrir
hann yfir á Melatanga strax eftir há-
degið, en ekki var það nóg, meira
þurfti til. En það var eins og Eiríkur
hefði ráð undir rifi hverju. Hann lét
ekki þar við sitja heldur hringdi í bíl-
stjóra, sem hann þekkti vel og átti
heima í Suðursveit, og bað hann að
sækja fyrir sig mann austur á Mela-
tanga sem yrði þar upp úr hádeginu
þennan dag. Þetta gekk eins og um
Heima er best 241