Heima er bezt - 01.07.1994, Page 51
„Fólk hendir gaman að mér.“
„Það fær engu ráðið um það.“
Kölski ákvað nú að hughreysta soninn:
„Ég skal segja þér eitt. Á meðan þú ert þarna úti þá
máttu dreifa svolítilli illgirni.“
„Húrra!“ Kvikindi skakklappaðist upp og niður og vatt
sér í hring.
„Og ágirnd líka?“
„Þá það, ágirnd líka,“ svaraði Kölski og reyndi að sýna
svolitla undanlátssemi.
„Þú ert svo ömurlegur drengur, Kvikindi. Ég fyrirlít
þig afar nrikið.“
„Ég hata þig líka, pabba-skratti,“ sagði Kvikindi og
endurgalt hrósið. Síðan læddist hann á brott.
„Bölvun fylgi þér, sonur.“
Árinn gretti sig af stolti um leið og hann gjóaði auganu
upp eftir nefinu á föður sinn:
„Og bölvun fylgi þér líka, þú gamli óvættur.“
Kölski kallaði nú á þann sem gætti eldsins og brenni-
steinsins til þess að fá skýrslu. Fréttirnar voru ekki bein-
línis brennandi. I skála 76, sem hýsti hina geðvondu og
illa innrættu, voru sálir að segja brandara. Fjöldi upp-
reisnarmanna í nr. 142 hundsaði reglurnar með því að
hugleiða. Til að gera málin enn flóknari voru allir sjálfs-
píslararnir að skipuleggja mótmælagöngu til þess að
krefjast verri aðstæðna.
Kölski stundi við og sagði:
„Vita þeir ekki að ég styð stefnu þeirra algjörlega? Það
er sem ég segi, þessi staður stefnir hraðbyri til himnarík-
is.“
Kölski sat í fýlu á einkaskrifstofu sinni í marga daga.
Hann neitaði að hilta nokkurn. Hann gat fundið hvernig
hitastigið lækkaði. Það var hryllilegt að heyra ekki nein
skerandi öskur eða hrín af skerandi angist bergmála frá
hellum maklegra málagjalda.
Á þriðja kvöldi birtist hár og myndarlegur maður í dyr-
unum og sagði:
„Halló, pabbi.“
Gapandi af undrun starði Kölski á hann.
„Kvikindi? O, mitt heitasta víti, hvað er að sjá þig?
Hræðilegt útlit þitt hefur verið gjörsamlega eyðilagt.“
„Ég lenti á meðal heittrúaðra heilara.“
Það snörlaði í Kölska.
„Af Irverju geta þeir ekki bara látið þessa nógu slæmu
eiga sig?“
„Pabbi, ég kom lil þess að segja...“
„Hættu að kalla mig þetta. Hefurðu glatað allri óvirð-
ingu?“
„...ég get ekki lifað undir þinni torfu lengur. Ég hef
komist að því hvernig þú flækir allt. Að freista Evu var
virkilega rotið.“
„Það þér fyrir, en þá smán verður nú frændi minn að fá,
hann Fágæti. Mér er illa við garða. Það er svo mikið af
frjókornum í þeim.“
„Þú vilt nú bara láta hciminn halda það.“
„Nei, það er satt,“ sagði Kölski, „ég þjáist af hey-
mæði.“
„Ég er að tala um Evu.“
„Hún varekki með heymæði, Kvikindi.“
„Ég heiti Kristinn núna. Vertu bless.“
Undirsáti kom nú inn og sagði:
„Hérna er bókrolla í hraðsendingu til þín, húsbóndi.“
„Það var nú tími til kominn,“ hneggjaði Kölski af
ánægju og taldi að þar væri kominn hinn mánaðarlegi
listi yfir þá senr buðust til þess að selja sálu sína. Hann
fletti utan af keflinu. Hornin á honunr sigu þegar hann
las:
Við, hinir himnesku húshœndur, í þessum samningi
nefndir afsalshafar, lýsum hér með yfir að Kölski, í
þessum samningi nefndur afsalsgjafi, skal rýma og
afsala sér þessum híhýlum og tengdum svæðum,
hingað til þekktum annaðhvort í hugsun, reynd eða
hvoru tveggja sem Víti, liér eftir kallað Hel.
Nefnd rýming og afsal skal framkvæmt í flýti en af
reglusemi og í anda samvinnu. Það skal vera í verka-
hring afsalshafa að útvega húsnæði við hæfifyrir qf-
salsgjafa og hefur verið undirbúið að afsalsgjafi geti
fliitt til hotnlauss dýpis, í þessum samningi nefnt Vít-
ishola, til dvalar þar í ekki skemmri tíma en 1000
(eitt þásund) ár eða tímahil sem ekki sé lengra en ei-
lífð (að eilífu).
Afsalsgjafa er ennfremur hent á að:
1. Ollum sálum í eða umhverfis hið rýmda svæði
eru gefnar upp allar syndir, hvort sem þær eru raun-
verulegar eða ímyndaðar.
2. Þœr eru leystar undan eilífri útskúfun, hvort sem
þær hafa til hennar unnið eða dæmt sig sjálfar til
hennar.
3. Afsalsgjafi skal gefa eftir allar kröfur á nefndar
sáilir og ánafna þær hinum skapandi öflum til endur-
hœfingar.
4. Og að...
„Kallið á lögfræðinga mína,“ skipaði Kölski rárnri
röddu. „Hérna, taktu þetta og brenndu það. Notaðu eld-
spýtur ef með þarf.“
Heima er hest 267