Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1968, Side 24

Æskan - 01.11.1968, Side 24
.1 / Rauðhetta. Leikendur: Rauðhetta, mamma, skógarvörður, úlfuririn, þröstur og tvær vinkonur. 1. Heimili Rauðhettu. Mamma (býr út böggla, kallar): Rauðhetta! Rauðhetta: Já, mamma mín. Mamma: Skógarvörðurinn var að koma. Hann sagði, að amma væri las- in. Ég þyrfti að koma þessari körfu til hennar. Það er í henni jólakaka, kaffi og sykur, hangikjötslæri og smjörskaka. Heldurðu, að þú treystir þér til að fara með hana til ömmu? Rauðhetta: Já, mamma mín, mér þykir svo dæmalaust gaman að fara gegnum skóginn og til ömmu. Mamma: Gakktu eftir brautinni og farðu ekki út af henni, þá er engin hætta á ferðum. Úlfurinn hefur ver- ið flæmdur burtu, svo að hann kem- ur ekki fyrst um sinn. Rauðhetta: Og þó hann kæmi, þá yrði ég ekkert hrædd við hann. Hann yrði hræddur við mig. Ég sem er orð- in stór stúlka. Mamma: Hér er nú karfan, og hér er bréf til ömmu. Og segðu henni, að ég komi bráðum að finna hana, og að ég óski henni góðs bata. Rauðhetta: Vertu blessuð og sæl, mamma mín. Mamma: Vertu sæl, Rauðhetta litla. 2. Uti í skógi. Rauðhetta (sést á gangi): En livað blómin eru yndisleg í dag. Fjólur, sól- eyjar og eyrarrósir. En sú blessuð lykt af birkitrjánum. Þrestirnir syngja svo sætt i laufkrónunum. Þarna kemur þá skógarvörðurinn. Góðan daginn, skógarvörður. Skógaruörður: Góðan dag, Rauð- hetta litla. Hvert ert þú að halda? Rauðhetta: Ég er að fara með ým- islegt til ömmu. Skógarvörður: Það er fallega gert af þér. Ég veit, að það gleður hana, að þú kemur til hennar. En farðu varlega, því að úlfurinn er í skógin- um. Skiptu Jtér sem minnst af hon- um. Hann hefur Jrað til að vera hrekkjóttur. Vertu nú sæl. Rauðhetta: Vertu sæll, skógarvörð- ur. Nei, þarna er Jaá úlfurinn. Hann er að gægjast til mín milli trjánna. Úlfurinn: Góðan daginn, Rauð- hetta litla. En hvað það er gaman að liitta þig. En hvað ertu með í Jressari körfu? Rauðhetta: Það er jólakaka, smjör- skaka, liangikjöt og fleira. Úlfurinn: Ég kæri mig ekkert um jólaköku, en gott Jnætti mér að fá að bragða kjötið. Rauðhetta:. Ég má ekkert missa. Amma mín á að fá það allt. Ég má ekkert tefja. Ég verð að flýta mér til ömmu. Vertu sæll, úlfur. Úlfurinn: Jæja, svo hún ætlar til ömmu sinnar. Hún er nú farin og sér ekki til mín. Ef ég flýti mér, gæti ég komizt til ömmu á undan henni. Og Jjá er nú ekki að vita, hver fær hangi- kjötið í kvöldmatinn. 452

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.