Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1970, Side 4

Æskan - 01.10.1970, Side 4
Oður til vorsins Vorið er komið, vakir um strönd og dal varmi i lofti, ilmar börkur og strá. Andvari þíður leikur um sólarsal, söngfuglakliður ómar um loftin blá. Fossarnir kveða, leika sér lömb í mó, litfögur blómin skarta við jarðarbarm. Lœkirnir hjala, grösin gróa i tó, grœnkar i varpa, þróttur flæðir um arrn. Andi þinn vakir, fegurð í brjósti býr, brosandi gengur œskan um fjall og grund. Grœðandi máttur vorhugans vermir hlýr, vaxtarins drottinn rikir um hceð og sund. Skúli Þorsteinsson. — En hvers konar hlutverk heldur þú að þér falli bezt? — Þegar ég var í skóla, fannst mér gaman að gllma við skapgerðarhlutverk. Nú finnst mér ég ekki geta dregið ákveðnar línur yfir þau hlutverk, sem ég vil einkum glíma við — þau eru svo mörg og mismunandi og ekki hægt að segja ákveðið um það, hvað eru skapgerðarhlutverk og hvað ekki. — Nú ert þú ung og upprennandi leikkona. Hvaða hug- myndir gerir þú þér um leikhúsmál á islandi? — Ég vil gera allt óformlegra — ég vil að fólk komi í leikhús eins og það er og það horfi á leikrit, sem taka þjóðfélagsmál fyrir — ég vil hafa leikhúsin pólitískari en nú er — og ég vil láta áhorfendur taka á vissan hátt þátt í því, sem er að gerast á sviðinu. — En nú hefur þú sungið talsvert — hvað getur þú sagt mér um sönginn? — Ég lít á hann sem aukaáhugamál — leiklistin er það, sem ég vil helga krafta mína. Kannski syng ég lika af því að það er hægt að fá peninga fyrir það, segir Kristin og brosir. — Af hverju byrjaðir þú að syngja? — Kannski var það vegna þess, að ég hafði snemma mikið dálæti á Joan Baez, enda hef ég líka sungið mikið af lögunum hennar opinberlega. — Hvenær komstu fyrst fram sem þjóðlagasöngkona? — Það var árið 1966, þegar ég var reyndar 16 ára — og ef ég man rétt, þá var það á Jaðri. Ég lék þá sjálf undir á kassagítar, og mikið var ég taugaóstyrk áður en ég kom þar fram. En þegar ég byrjaði að syngja, hvarf þessi taugaspenna — ég varð róleg, mér leið vel. En mér hefur ekki tekizt að losna við taugaspennuna áður en ég kem fram — sannast sagt finnst mér hún alltaf ágerast. Hins vegar hverfur taugaóstyrkurinn oftast nær, þegar ég byrja að syngja. — Nú ert þú búin að syngja inn á tvær hljómplötur? — Já, ég fór lil London 1967 og söng þar inn átta lög fyrir UF-útgáfuna, sem Jón Lýðsson var með — en það fór allt saman út um þúfur. Þess vegna var það ekki fyrr en haustið 1968, sem fyrri fjögurra laga platan mín kom út. Það var Tónaútgáfan, sem gaf hana út. Ég er nú ekki ánægð með hana — finnst ég hefði átt að geta betur. Hins vegar er ég ánægðari með hina plötuna, sem SG-hljómplöt- ur gaf út í sumar. — Hlustar þú mikið á annars konar tónlist — klassíska til dæmis? — Já, það geri ég stundum. Ef maður fer virkilega að hlusta á klassíska tónlist, hefur maður ánægju af henni. Mér finnst afslappandi að hlusta á hana. Hún kemur manni lika til þess að hugsa. Eðlilega hlusta ég líka á pop-tónlist — en mér finnst hún fara meir út í líkamann. Af flytjend- um poptónlistarinnar hef ég mest dálæti á Rolling Stones og Led Zeppelin. Ég fór á hljómleika Led Zeppelin hér í sumar— það er skemmtilegra að hlusta á þá af hljómplötu. Tíminn leið óðfluga. Við snerum okkur frá tónlistinni — og nú var „Stundin okkar" næst á dagskrá: — Það er mesti misskilningur, sagði Kristin, að við Klara, sem kynntum þáttinn í fyrra, höfum haft umsjón með honum aleinar. Það eru þeir Tage Ammendrup og Andrés Indriðason, sem sjá um efnissöfnunina og valið. Ég les bara inn — jú, og að sjálfsögðu reyni ég stundum að finna sjálf eitthvað í þáttinn, sögur eða annað. — Er ekki gaman að vinna að þessu? — Jú, mér finnst það mjög gaman, og ég vona, að krakkarnir hafi líka gaman af þættinum. T. d. er samstarfið við hann Fúsa flakkara anzi skemmtilegt — og ég ætla að nota tækifærið og biðja krakkana að vera nú duglegir í vet- ur að senda Fúsa flakkara bréf, sagði Kristín að lokum. Viðialinu var lokið. Ég hafði ekki eytt kvöldstundinni til einskis . .. og með þá fullvissu, að þessi stúlka — Kristín Ólafsdóttir — sem stóð þarna fyrir framan mig, er eitt þeirra ungmenna, sem hugsar til þess að þurfa ekki að láta aðra hugsa fyrir sig — ungmenni á uppleið — kvaddi ég hana með kærri þökk íyrir viðtalið. — EB.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.