Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 19

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 19
ur stnum beztu fötum og með alvæpni. Beinagrindin bend- ir til, að hann hafi verið hár og þrekmikill, rétt um 180 cm. Honum hafði verið komið fyrir I sérstöku grafhýsi I skipinu. Rétt utan við skipið fundust bein af tólf hestum að minnsta kosti og sex hundum, svo að ekki hefur höfð- ingjann átt að vanta fylgd né farkost á sjó eða landi hinum megin grafar. Eitt lltið og fágætt dýr á Norðurlöndum, — páfugl, — hefur þó fengið að bera bein sin I skipi höfð- ingjans. Er það talið benda til, að hann muni hafa metið það meira en önnur dýr sin, eða jafnvel á einhvern hátt táknað tign hans og vald. [ skipinu fannst svo sægur margs konar muna. Má þar fyrst og fremst nefna þrjá fremur litla báta, sem komið hafði verið fyrir I framhluta skipsins, með árum, stýri og öðrum búnaði. Þeir likjast I flestu bátum, sem til skamms tlma hafa verið notaðir I Noregi, einkum við norðvestur- ströndina. Tveir þessara báta hafa nú verið lagaðir og sóma sér vel I Vlkingaskipahúsinu. Af öðrum tækjum og munum má einkum nefna margs konar matartæki, stóran ketil úr bronsi, útskorinn sleða, tvo Ijósastjaka, marga spaða úr tré, koppa og kirnur, búta úr silki- og ullarefnum, auk ýmissa smámuna úr málmi og tré. í Oseberg-skipinu hefur verið jarðsett ung drottning, að- eins 25—30 ára gömul, og ambátt hennar, allroskin. Graf- arhaugur þessi hefur á sínum tlma verið glæsilegur minnis- varði, því að hann hefur verið hvorki meira né minna en 40 metrar I þvermál og 6,5 metrar á hæð. Ýmislegt er talið benda til, að þarna hafi verið grafin Ása drottning, móðir Hálfdanar konungs svarta, svo að mikið hefur þótt við þurla til að heiðra minningu hennar. í grafhýsi hennar og farkost hefur llka verið lagt miklu meira verðmæti, fjölbreyttari tæki og fleiri dýr en I hin skipin. Drottningu skyldi ekkert skorta I hinum nýju heimkynnum. Þar skyldi reisn hennar ekki vera minni en meðan hún dvaldi á jörðu. — Af þvl helzta, sem fannst I grafhýsinu, má nefna sæng- ur, dýnur, púða, teppi, ýmiss konar fatnað og skrautmuni. Liklegt er talið, að grafhýsið hafi verið fóðrað innan með myndateppum. Helztu munir og minjar I skipinu voru: járnkatlar, handkvörn, fjórhjóiaður vagn, fjórir sleðar, vef- stóll, austursker, matartæki og matvæli o. fl. o. fl. Loks hafði 15 hestum verið komið þar fyrir, 1 uxa og fjórum hundum. Skipið var víða fagurlega útskorið, og margt var Ifka af smáum, útskornum hlutum. Þykir útskurðurinn benda til þess, að gröf þessi sé frá seinni hluta 9. aldar. Öll eru skipin llk hvað byggingarlag snertir. Gokstad- og Oseberg-skipin eru mjög llk að stærð, en Tune-skipið nokkru minna. Til þess að gefa hér nákvæma hugmynd um stærð þeirra, skal nefnt, að Gokstad-skipið er 23,33 metrar á lengd og 5,25 m þar, sem það er breiðast. Mastrið hefur verið um það bil 12 metra hátt. Það er allt smíðað úr eik og er talið, að það hafi vegið með öllum búnaði 20,2 tonn. Sýna öll skipin glöggt, að kunnátta norrænna manna á þessum tímum I skipasmiðalist hefur verið undra mikil. Gokstad-skipið hefur verið sextán-sessa, þ. e. róið af 16 mönnum á hvort borð, eða alls 32 mönnum. Vissa er fyrir því, að mörg víkingaskip voru miklu stærri, tvítug- og jafnvel þrltugsessur, sem gátu rúmað 80—120 manns. Telja vísindamenn, að á slikum skipum hafi vikingar ein- göngu farið yfir Norðursjó og til annarra landa. En bygg- ingarlag þeirra hefur örugglega verið það sama. Hér kemur hjörtur, sem biður ykkur nú að gera til- raun til að teikna fallega mynd af sér. Þið byrjið eins og myndin að ofan sýnir og haldið svo áfram og þá munið þið fá góða mynd fyrir viðleitni ykkar. TEIKNIKENNSLA Áiitið er, að Oseberg-skipið hafi verið eins konar skemmtiskip drottningar — miklu iburðarmeira en yfirleitt tíðkaðist. Þessi þúsund ára gömlu skip segja því slna merku sögu, tala sínu hljóða máli. íslendingurinn, sem er I hópi þús- undanna, sem árlega heimsækja þetta safn, skilur e. t. v. það mál öðrum betur. Hann dvelur þar þvl lengur en nokkur hinna. I huga hans bregður upp mörgum myndum hinna fornu sagna, þegar herskáir vlkingar sigldu þessum drekum með gínandi trjónum til framandi landa, fóru ráns- hendi um frjósamar byggðir og héruð og vöktu ugg og ótta, hvar sem þeir komu og til þeirra sást. — Miklu frem- ur minnist hann þó þess frábæra áræðis, þols og þraut- seigju, sem forfeður okkar sýndu, er þeir lögðu frá Noregs- ströndum á slíkum skipum yfir hina löngu og djúpu At- lantsála, með konur sínar, börn og búslóð, til þess að finna og nema fjarlægt eyland. Sá, sem farið hefur yfir þetta mikla haf I misjöfnu veðri, þótt á göðum farkosti sé, getur betur en annars gert sér I hugarlund, hvilík afrek það hafa verið, er hann stendur hjá fleyjum þeirra. — Og hann drúpir höfði I hljóðri aðdáun og virðingu. Víkingaskipasafnið er krossmynduð bygging. Sá armur þess, sem Oseberg-skipinu var komið fyrir I, var fyrst opn- aður 1926. Annar og þriðji armur þess, með hinum skip- unum tveimur, var opnaður 1932. En í fjórða arminum, sem opnaður var nokkru síðar, hefur verið komið fyrir öllum hinum fjölmörgu og merkilegu minjum, sem I skipunum fundust. Sigurður Gunnarsson. — Framhald. 491
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.