Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1970, Page 60

Æskan - 01.10.1970, Page 60
 Ævintýri og sögur Hér kemur verk hins heimsfræga ævintýraskálds, Hans Chrlstians Ander- sens, í 3 bindum, í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Þetta er fjórða útgáfa og hefur þetta snilldarverk verið ófáanlegt undanfarin ár. i þessum ævintýraskáldskap hefur Andersen fundið sig sjálfan sem skáld; í honum er hann frumlegur og alveg einstakur; í honum hafa allir skáldkost- ir hans getað notið sin til fulls, enda er í honum meira frjálsræði og formið óbundnara en í öðrum skáldskap. En það má með sanni segja, að Andersen hefur aðdáanlega tekizt að klæða ævintýri sín í listfengan búning, cem efninu hæfir, og á þann hátt, sem enginn mun geta leikið eftir. Það var eigi að- H. C. Andersen les ævintýri sin fyrir veikt barn. H. C. Andersen eins skáldgáfan með sínum töfrum, sem hér kemur iil greina, en það var lika barnseðlið í Andersen sjálfum, í sam- bandi við skáldgáfu hans, sem gerði það, að hann gat orðið slíkur höfundur íyrir börn, sem hann varð; að hann gat samið slik barnaævintýrl, sem enginn hefur getað íyrr né sfðar, •— sannkallaðar perlur úr djúpi barns- hreinnar skáldsálar. Allt verkið, þessi 3 bindi, er 648 blaðsiður að stærð með fjölda mynda. Þetta verður óskabók allra barnahelm- ila um næstu jól. j lausasölu kr. 662,70. Til áskrifenda ÆSKUNNAR kosta allar bækurnar a3- eins kr. 497,00.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.