Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1970, Side 73

Æskan - 01.10.1970, Side 73
Hin fræga leikkona, Brigittc Bardot lieldur stöðugt vin- sældum sínum í Frakklandi. Nýlega var hún kjörin vinsæl- asta leikkona Frakklands ár- ið 1070. Þrátt fyrir aldurinn, en liún er nú ltomin talsvert á fertugsaldur, virðist hún enn vera leiðandi í táningatízku Frakklands, þvi hiöðin segja, að engin stúika gangi í styttri pilsum en hún. : : : Höfum nú til sölu mjög hentugar MÖPPUR UNDIR ÆSKUNA. Verð möppunnar er aðeins kr. 127,00. : : BJÖSSI BOLLA Texti: Johannes Farestveit. Teikningar: J. R. Nilssen. 1. Eftir ævintýrið með Róbínson og veiðimanninn halda krakkarnir aftur af stað. Báturinn brunar eftir vatninu, en allt i einu fær Bjössi góða hugdettu. Því ekki að reyna veiðiheppnina, meðan þau eru að reyna siglingahæfni bátsins? Eg tók einmitt færið mitt með, liugsar liann, og hann er ekki lengi að hrinda hugmynd sinni i framkvæmd og kastar út. — 2. En svo illa tekst til, að færið lendir i Þrándi, sem á sér einskis ills von og segir argur: „Eg lield þú sért orðinn jafnvitlaus og þessi veiðikarl. Veiðar ættu að vera bannaðar fyrir svona klaufa." — 3. Þrándur losar síðan færið og kastar því út. „Næst skaltu reyna að festa i betri og feitari drætti!“ kallar hann hæðnislega til Bjössa. „Já, einum, sem er jafnlangur og þú,“ anzar Bjössi. „Það er sagt, að mikið sé af urriða hér i vatn- inu,“ heldur liann svo áfram. — 4. Það líður góð stund þar til bítur á lijá Bjössa, en allt i einu er rykkt í línuna, og það svo um munar. Hún stríkkar snöggt, og Bjössi hrópar upp: „Hann hlýtur að vera vænn þessi!“ Og víst er það, að bátur- inn tekur til að velta svo mikið, að Þrándur hrekkur útbyrðis. 5. Þrúður nær taki á Þrándi, þcgar honum skýtur upp, og Bjössi hjálpar lienni að draga hann upp í bátinn aftur. „Ha, ertu votur?“ spyr Bjössi ertnislega. „Hoppaðu sjálfur út í, þá færðu svar við þvi,“ urrar Þrándur á móti, „en ég sé ekki betur en þér væri hollast að sinna færinu þinu núna!“ — 6. Bjössi fer að draga inn linuna, og það leynir sér ekki, að þetta mun vera stærðar skepna á önglinum. Fiskurinn stóri herst um af öllum kröftum fyrir lífi sinu, og Bjössi ákveður að gefa aftur út línuna til þess að þreyta hann, svo betur gangi að innbyrða hann á eftir — og fiskurinn stekkur i ioftköstum eftir vatnsborðinu. 545

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.