Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Síða 68

Æskan - 01.10.1970, Síða 68
 >purning,ar og, ói/or Svar til Hugrúnar: Þessir hattar fást e. t. v. í verzlun- inni Karnabær, Reykjavík. Svar til G. Þ., Garði: Það var einmitt grein um þessa hluti í Æskunni núna í júlí- ágúst-blaðinu. Svar til í. Þ. H.: Nei, ekki vitum við til þess. Svar til áhugamanns: Danska bók um dúfur getur þú e. t. v. fengið lijá Munksgaard-Bog- handel, Nörregade 6, Kaup- mannahöfn. „Politiken“ liefur einnig gefið út Iiandbók um fugla og mun hún fást hér í Reykjavík. Að visu er hún um fugla almennt, en ekki dúfur sérstaklega. Svar til D. L.: T. d. í Kenn- araskóla fslands. Þar er deild fyrir handavinnukennara, bæði pilta og stúlkur. Þetta er 4 ára nám og þarf helzt lands- próf til að komast í skólann; þó getur verið um undanþágu að ræða. Hins vegar mun það vera Landssími íslands, sem heldur námskeið fyrir þá, sem vilja gerast loftskeytamenn, og er því bezt að skrifa eftir nán- ari upplýsingum til aðalskrif- stofu Landssímans, Reykjavik. — Skriftin ]>ín er nokkuð góð og auðlesin. Svar til Drafnar, Akranesi: Ef þú átt mai—júni-blað Æsk- unnar frá 1969, þá getur þú lesið um lijúkrunarnámið í þættinuin Hvað viltu verða? — Annars ]>urfa uinsækjendur að vera 18 ára og hafa gagnfræða- próf til þess að komast i Hjúkrunarskóla íslands, en heimilisfang skólans er: Ei- ríksgata 34, Rvík. Svar til Sigurðar, Siglufirði: Nei, og við ráðleggjum þér að fara ekki út á sjó í svona báti, jafnvel þótt þú getir smíðað hann. Þeir eru liættulega valt- ir og liættir til að hvolfa. Svar tii Þóru og Boggu, Ak- ureyri: Við bárum þetta undir mann, sem hefur tamið liesta bæði hér lieima og erlendis. Nei, það er enginn eðlismunur á því að temja íslenzka eða erlenda liesta. Tamning þeirra tekur miklu lengri tima en þú talar um, ef til vill um 2 ár, og er þá æfingatíminn síðari hluti vetrar og sumarið. Ann- ars er það svo langt mál að lýsa tamningu hesta, að það er ekki liægt í þessum þætti. Ef til vill gerum við þessu efni betri skil síðar. Viðvikj- andi bréfaskiptum við erlend börn er það að segja, að þú getur valið úr mörgum í Nor- egi, Svíþjóð og Færeyjum með því að lesa blaðsíðu 457 í sept- emberblaði Æskunnar. Kæra Æska. Mig langar til að biðja þig að koma mér í samband við einhvern, sem á kanínur eða getur útvegað þær. Ég á gull- fiska, dúfur og endur. Það get- ur komið til grcina að skipta á einhverju af því og kaninu- pari. Ef einhver hefur áhuga á þessu, getur hann skrifað til mín. Með fyrirfram þökkum. Lars Hansen, Laufskógum 39, Hveragerði. Svar til Davíðs: Kviður Hómers eru frægustu söguljóð Forn-Grikkja. Þær eru tvær, Illionskviða og Odysseifskviða. Hvor þeirra er mörg kvæði. Höfundur þeirra er nefndur Hómer, en ekki vita menn neitt um hann með vissu. Efni kvæðanna er sótt í gamlar þjóðsögur. Illionskviða segir frá lierferð hellenskra höfð- ingja til borgar einnar í Litlu- Asíu, sem liét Trója eða Illion. Þeir sátu um borgina á tiunda ár og fengu þá loks unnið liana með brögðuin. Ódysseifskviða segir frá lirakningum höfðingj- ans Ódysseifs á lieimleiðinni frá Tróju og heimkomu hans. Hann var tíu ár á leiðinni og rataði í mörg ævintýri, en er Búddatrú Svar til Tryggva: Spekingurinn Búdda (um 500 f. kr.) var kon- ungsson, sem um þrítugt hafði gerzt einsetumaður til þess að geta í friði hugsað um þjáningar mannanna og fundið ráð við þeim. Síðan kenndi hann þjóð sinni ný trúarbrögð, sem hann vildi þó ekki kalla trúarbrögð heldur lífshætti. Hann hafði enga trú á meinlætalifnaði, heldur sagði hann, að menn ættu að reyna að sleppa við endurholdgun og fá að njóta eilifrar hvlldar með því að lifa vel og heiðarlega og sýna öðrum mönnum kærleika og umburðarlyndi. Hann vildi einnig afnema stéttaskiptingu. Kenningar Búdda fengu mikið fylgi, og eftir andlát hans fóru menn að tilbiðja hann eins og guð. Búddatrú er mjög útbreidd í Indlandi, Kína og Japan, þótt ( mörgu sé hún öðruvísi en Búdda sjálfur kenndi. Búddalíkan í borginni Kamahura í Japan. I.ikanið er yfir 700 ára gamalt. 540

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.