Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 41

Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 41
Beefeaters nefnast verSir þeir, sem gæta Tower of London. KlæSnaSur þeirra er í höfuSatriSum líkur en þó mismunandi skrautlegur. Þetta var sá skrautlegasti, sem stúlkurnar sáu. Hér hafa þær Sóley og Valhildur lokiS skoSunarferS um Tower, og myndin er af þeim meS Towerbrúna og gamlar fallbyssur í baksýn. vegna geta hrafnarnir ekki komizt út. Ef einn hrafn deyr, kemur annar í hans stað, og hann er tekinn í tölu hermanna við hátíð- lega viðhöfn, eða svo sagði þessi brezki ,,Hrafna-Flóki“ í langri og snjallri ræðu, sem hann hélt yfir okkur islenzkum. Eftir að hafa skoðað það markverðasta í White Tower var farið í annað safn til hægri handar, þegar út er komið. Þarna eru heilmörg minnismerki um hina miklu reisn og frægð brezka heimsveldisins svo og myndir og búningar úr ýmsum frægum orustum og stríð- um, en við slikt hafa brezkir verið iðnir eða voru það þó sérstak- lega hér fyrr á árum. Eftir að hafa skoðað Tower að mestu gengu þau fram á þakka Thamesárinnar, þar sem gott útsýni var yfir Tower-brúna og umferðina á ánni. Heldur fannst stúlkunum Thames óhrein og lítið spennandi, í það minnsta til þess að baða sig í, en þarna var mikið um að vera. Vörubátar fóru upp eftir og niður eftir ánni, og þarna kom fallegur bátur siglandi, sem sýnilega var ætlaður fyrir skemmtiferðafólk. Þau héldu aftur inn í Tower eftir að hafa skoðað Thames og Tower Bridge. Þarna var margt ferðafólk og þó að dumbungur væri f lofti og ýrði regni öðru hverju, lét fólk það ekki á sig fá. Skrautlegir varðmenn gengu hér um garða. Þau fóru upp í Bloody Tower, þar sem Sir Walter Raleigh var lengi haldið föngnum, og hér reit hann bók sína um sögu heimsins á árunum 1604-—1616 og 1618. Saga þessa húss er með þeim Ijótustu, sem sagðar eru, pg hér hafa margir menn endað sína lífdaga eftir miklar hörm- ungar. Þessi turn, sem byggður var á 13. öld, gæti frá mörgu misjöfnu sagt, ef veggir hans mættu mæla. Þau skoðuðu klefann, þar sem Sir Walter Raleigh og fleiri fyrirmenn voru í fangelsi. Heldur var hann óhugnanlegur, svo sem vænta mátti. En í Tower er líka ýmislegt fallegt, og þar eru geymdir gim- steinar brezku krúnunnar. Þar var mikil biðröð, því marga íýsti að sjá kórónu og gimsteina hennar hátignar. Eftir að hafa greitt riflegan aðgangseyri var stúlkunum veittur aðgangur að gimsteina- húsi drottningarinnar, og þar gat að líta margan fallegan gripinn. Þarna voru gullker og gullskálar, veldissprotar og drykkjarker og ríkisepli. Auk þess margir kirkjulegir munir og drykkjarhorn gríðarlega stór úr gulli. Þá tóku við alls konar tignarmerki, t. d. The Order of the Indian Empire, sem er feiknarlega mikil keðja skreytt fílamyndum og kórónum. í sama bás voru gullslegnir lúðrar með fánum, slíkum sem notaðir eru við konungsheimsókn- ir. Þarna eru margar orður allt frá elztu dögum fram að Viktoríu- tímabilinu. Þá koma viðhafnarbúningar úr pelli og purpura og gullslegnir mjög, og þá krýningarbúningur. Vörður sagði okkur, að þessi krýningarbúningur væri 149 ára gamall og allir þjóð- höfðingjar nema Viktoría og Georg 4. hefðu borið hann, og ekki er að efa, að upplýsingar hans eru réttar! Niðri í kjallaranum er aðalfjárhirzlan, og þar eru hurðir svo þykkar, að vart yrðu mæld- ar. Þar í skápum eru gullker og gullkaleikar ásamt gulli slegnum sverðum. Og hér getur að líta sverð réttlætisins. Hér eru líka kórónur, kóróna Maríu af Modena frá 1685, prinsins af Wales frá 1728 og ríkisepli Marlu II. frá 1689. Þarna eru kórónur Maríu drottningar og Georgs konungs V. frá 1911, kóróna Elisabetar drottningarmóður frá 1937 og lítil kóróna Viktoriu frá 1870. Þarna er hin fræga keisarakóróna Georgs 5. konungs frá 1911, og er hún fegurst og skrautlegust þeirra allra og með veglegustu gim- steinum, en eins og menn muna var Georg, auk þess að vera kóngur í Englandi, keisari Indlands. Kóróna Elísabetar II., sem 513
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.