Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 21

Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 21
því að nú tók drengurinn í bandið og dró saman opið um hálsinn á Tuma. ,,Ég trúi ekki þvi, sem þú segir,“ sagði strákur. „Þú fórst víst ekki hing- að [ neinu góðu skyni, og ég ætla að láta þig muna eftir því.“ Og svo hélt strákur í bandið og dinglaði pokanum þangað til Tumi bað veinandi um vægð. „Til hvers fórstu þá i pokann?" spurði strákur. „Blessaður góði,“ sagði Tumi, „ég ætlaði rétt að sjá, hvað væri í pokan- um. Slepptu mér nú út, góði, ég skal aldrei gera þetta oftar." „Jæja, mundu þá eftir þvi,“ sagði strákur, opnaði pokann og steypti Tuma á höfuðið út úr honum og hljóp svo aftur til leiks síns. Tumi skreiddist heim á leið og verkj- aði í hvern sinn lim. „Svei mér, ef ég skal sletta mér fram í það oftar, sem mér kemur ekki við,“ sagði hann við sjálfan sig. 6En til allrar ógæfu var hann búinn að gleyma þessu að fáum dögum liðnum. — Einn morgun var mamma hans að búa til eggjahræru á eldhús- borðinu, og rétt þegar hún var búin að hræra mjólkinni saman við, vildi ein- hver finna hana. Tumi vissi ekkert, hvað hún hafði verið að gera, svo að undir eins og hún var komin út úr eldhúsdyrunum, fór hann að klifrast upp á borðið, og fór þar um allt skim- andi til þess að komast að þvf, hvað um væri að vera. Hann kom þá brátt auga á hræriskálina, en var ekki nógu hár til þess að geta gægzt upp yfir skálarbarminn og brann nú í skinninu af forvitni að vita, hvað í skálinni væri. Þar lá gaffall á borðinu skammt frá, og dró Tumi hann og velti að skál- inni og tókst loks að reisa hann á rönd þar við hliðina á henni. Og nú gekk Tumi upp á tindana á gafflinum eins og stiga og gat loks gægzt upp yfir skálarbarminn með því að tylla sér á tá. „Hvað skyli þetta geta verið?" hugs- aði Tumi með sér. „Ég ætla að skoða það betur.“ Og svo henti hann sér á magann upp á skálarbarminn, eins og þegar drengur hoppar á hestbak. Þarna vó hann salt á barminum og laut áfram og teygði sig eins og hann gat, til þess að ná með fingrinum í þessar gulrauðu rjómaflautir. En nú fór illa fyrir Tuma, því allt í einu fer hann yfrum og beint á höfuðið ofan í eggja- hræruna. i sama bili kemur móðir hans inn og tekur sleifina til þess að gefa hrærunni síðustu áréttinguna áður en hún hellti henni i formið og setti hana á eldavélina. En þá sér hún allt í einu, að hræran fer að gusast og þeyt- ast upp um alla skálina og í háa loft, alveg eins og af sjálfu sér, án þess nokkur fingur hreyfði þar nokkurn hlut. Hún starði stundarkorn steinhissa á þetta, en því næst hrópaði hún há- stöfum á bónda sinn sér til hjálpar og hélt, að hér væru galdrar f eða skoll- inn sjálfur. En aumingja Tumi var al- veg að kafna, því að hann stóð þarna bjargarlaus á höfði í vellingnum, og hann fyllti augu hans, eyru og nasir og fór upp í hann og ofan í kok. En því meira, sem hann spriklaði og brauzt um, þvi meir þeyttist vellingurinn, og þvi hræddari varð mamma hans, því svo mikið þeyttist utan um hann af hrærunni, að ekkert sást f hann, og allra sízt datt mömmu Tuma í hug, að hann gæti verið þar innan i gusunum. En þegar hræringurinn hélt áfram að gusast og herti heldur á sér, þá vildi hún fyrir enga muni hafa þetta lengur í húsi sínu, flýtti sér að opna glugg- ann, tók skálina og hvolfdi öllu út um gluggann úr henni og niður á götuna. LESENDURNIR SKRIFA Kæra Æska. Ég a'tta að senda ykkur mynd af mér með lamb- ið mitt. En ég á tvær kindur, sem eru hjá afa mínum. Og er þetta lambið undan annarri. En kindurnar minar lieita Alft og Frænlta. Afi heldur í lamb- ið með mér, því ég get það ekki einn, ég er 2ja ára, þegar myndin var tekin. En ég er samt áskrifandi að Æskunni. Og finnst gaman, þegar Bjössi bolla er lesinn fyrir mig. Vertu blessuð, Æska mín. Karl Heimir Einarsson, Ásbyrgi, Stöðvarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.