Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1970, Side 72

Æskan - 01.10.1970, Side 72
Kæru lesendur. Ég nefndi það í upphafi, að ég ætlaði jafnvel að kenna ykkur aðferð til þess að eignast heila Hondu. Hondu mega unglingar nota þegar þeir hafa náð 15 ára aldri. Á þeim aldri eru margir þeirra farnir að reykja sígarettur. Ef þið, í stað þess að reykja, sparið andvirði eins pakka á dag, hafið þið á tveim árum sparað saman fyrir Hondu vélhjóli. Með því að stofna sparisjóðsreikning í Útvegsbankanum eignizt þið Trölla sparibauk, sem örfar ykkur til sparnaðarins, og vextirnir sem þið fáið inn á reikninginn flýta enn fyrir því, að þið eigið fyrir hjólinu. Það er ólíkt hyggilegri leið, en að brenna peningana upp til agna milli fingranna. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel 'í verðlaunaþrautinni og kveð að sinni. Bless, Trölli. Trölli gengst fyrir verðlaunaþraut. í þessu eintaki og þeim næstu verður falin Eítil mynd af Trölla. Þeir Lesendur, sem taka vilja þátt í þrautinni, eiga að finna myndina og senda bréf til Trölla. í bréfinu skal tekið fram, á hvaða blaðsíðu Trölli sé falinn. Svarið þarf að hafa borizt Trölla ekki síðar en 30. nóvember n.k. Verðlaunin eru þrjú, hverju sinni. Þau eru öll jafn há, eða kr. 500,00 og einn Trölla sparibaukur. Sendið nú Trölla línu sem fyrst. Skrifið utan á umslögin: Trölli, Útvegsbanka íslands, Reykjavík. Að svo mæltu gefum við Trölla orðið. Sft IJT VE GSBAN Ivl ÍSLANDS

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.