Æskan - 01.10.1970, Síða 14
V
Því næst l'eiðbeindi Clayton skipstjóra herskipsins við
að sigla skipunum inn á litla skipalægið á víkinni, og
síðan komu flestir af skipshöfnunum í land á bátum
skipsins, óðfúsir að taka þátt í leitinni að stúlkunni, sem
horfið hafði í skóginum. Af skipshöfn „Örvarinnar" voru
fáir eftir lifandi. Franska herskipið hafði fundið seglskip-
ið á reki stjórnlaust. Áhöfnin — eða þeir fáu, sem eftir
lifðu af henni — sagði þá sögu, að þeir hefðu lent í haf-
villum, og er vatnið þraut, dóu þeir hver af öðrum.
Aðeins örfáir voru með lífsmarki, er Frakkarnir fundu
þá, og voru þeir enn mjög máttfarnir.
Skipstjórinn hafði hraðann á við að skipuleggja leitar-
leiðangur. Hann valdi tuttugu hrausta og vel vopnaða
sjóliða og tvo liðsforingja til fararinnar.
Að undirbúningi loknum lögðu þeir af stað í hina
vonlitlu leit að Jane Porter. Clayton og liðsforingjarnir
Arnot og Carpentier fóru í fararbroddi, en í hópi sjó-
liðanna gekk prófessor Porter og mátti heyra hann biðja
til guðs fyrir dóttur sinni. Innan skamms var leiðangur
þessi horfinn inn í þykkni frumskógarins.
Jane Porter brauzt um í fangi villimannsins hvíta, sem
hafði bjargað henni úr klóm apans, en sterkir armar hans
héldu henni fastri eins auðveldlega og hún væri hvítvoð-
ungur. Hún hætti því umbrotunum og lá kyrr. En ekki
gat hún varizt því að horfa með hálfluktum augum á
andlit mannsins, sem bar hana svo léttilega gegnum skóg-
inn. Andlit hans var óvenjulega frítt. Stúlkan liafði tekið
eftir ljósrauðri rák á enni hans, er hann réðst á apann,
en nú er hún horfði á hann var Jæssi rauða rák horfin,
en hvítt ör komið í staðinn. Þegar hún stilltist, losaði
Tarzan tök sín. Hann leit í augu Itennar og brosti, og
Jane varð að loka augunum til þess að sjá ekki hinn
hrífandi svip.
Allt í einu brá Tarzan sér upp í trén. Jane undraðíst
það mjög, að hún varð ekki hið minnsta hrædd, og henni
fannst jafnvel, að hún væri fullkomlega örugg í örmum
jjessa afrennda villimanns, sem bar hana hátt uppi í lauf-
jjykkni trjánna eitthvað inn í írumskóginn. Hún var jjess
fullviss, að hann mundi aldrei gera henni neitt mein.
Það var hún sannfærð um, er hún af og til leit upp í
hreinskilnisleg augun fyrir ofan hana.
Tarzan bar hana hratt en gætilega gegnurn lim trjánna.
Varla var hægt að segja, að nokkur grein snerti liana.
Brátt voru Jtau komin á ákvörðunarstaðinn, og Tarzan
renndi sér leifturhratt til jarðar með byrði sína, og voru
Jjau Jaá stödd í rjóðrinu, Jjar sem aparnir héldu dum-dum-
hátíðir sínar. Þótt þau hefðu farið langa leið, var enn
ekki orðið kvöldsett, og sólargeislarnir Jrrengdu sér gegn-
um lauljtykknið og brugðu birtu á rjóðrið. Það var
skemmtilegt og svalt. Hljóð skógarins virtust langt í burtu
og hækkuðu og lækkuðu eins og sjávarniður í fjarska.
Og enn undraðist Jane tilfinningar sínar. Hún fann til
einhverrar rósemi, þegar hún hallaði sér út af í grasið,
Jtar sem Tarzan hafði lagt hana niður, og Jjegar hún
virti fyrir sér tröllaukinn og íturvaxinn líkama hans,
fannst henni sem engin hætta gæti grandað henni. Með-
an hún horfð’i á hann hálllokuðum augum, gekk hann
yfir rjóðrið og stökk upp í trén beint á móti. Hún tók
eftir meðfæddum tíguleik hans og algeru samræmi í vexti
hans og fagurlöguðu höfðinu á breiðum herðunum. Þetta
var mikilíenglegur maður. Engin illska eða lævísi gat
dulizt undir Jaessu yfirbragði. Henni datt helzt í hug, að
aldrei hefði slíkur maður gist jörðina, siðan guð skapaði
manninn í sinni mynd.
486