Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 40

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 40
ferð inn I borgina. í fyrsta sinn komu stúlkurnar nú í tveggja hæða strætisvagn, og því ekki að fá sér sæti á efri hæðinni. Þar var útsýnið betra. Þau óku yfir brýr og undir brýr og gegnum langan undirgang, en síðan upp á uppbyggða bílabraut, sem lá jafnhátt húsaþökunum. Bíllinn stanzaði við flugafgreiðsluna við Cromwell Road, þar sem flest öll flugfélög, sem til Lundúna fljúga, hafa afgreiðslu fyrir farþega sína. Þau náðu f leigubíl og óku niður í South Kensington til gistihússins. Eftir að hafa hvílt sig um stund, tekið upp úr töskunum og komið sér fyrir var haldið á vit stórborgarinnar. Nú skyldi hið almenna farartæki Lundúnabúans, neðanjarðarbrautin, reynt. Þótt neðanjarðarkerfi Lundúnaborgar virðist flókið þeim, sem ekki þekkir eða hefur reynt, er það þó til þess að gera auðvelt, og með aðstoð korta af neðanjarðarnetinu tekur það aðeins ör- skamma stund að komast til ákvörðunarstaðar. Þau höfðu ákveð- ið, að deginum yrði varið til þess að fara f búðir. Illu væri bezt af lokið. Þau óku með neðanjarðarbraut upp á Piccadilly Circus, en þar var skipt um lest og önnur lest tekin upp að Oxford Circus. Og þar með voru þær stöllur komnar í hina frægu verzlunargötu Oxford Street. Margt var að sjá og skoða, því verzlanir voru i hverju einasta húsi og einn sýningarglugginn tók við af öðrum. Sóley hafði að vísu meiri áhuga fyrir annarri verzlunargötu en Oxford Street og spurði um Karnaby Street. Sveinn sagði henni, að það væri örskammt þarna frá og þangað mundu þau halda áður en varði. Eftir að hafa snætt í veitingahúsi héldu þau niður í Karnaby Street. Þarna glumdi bítlamúsik æði hávær, en um götuna gekk fólk í hinum skringilegasta klæðnaði. Margt var skoðað og sitthvað keypt, en síðan haldið heim, því nú var dagur að kvöldi kominn, og eftir staðgóða máltíð í litlu veitingahúsi á Kings Road urðu allir hvíldinni fegnir. Morguninn eftir voru ferðafélagarnir snemma á fótum. Eftir morgunverð gengu þau að næstu neðanjarðarstöð og tóku neðan- jarðarlest til hins fræga staðar Tower of London eða Lundúna- turnsins. Þau voru það tímanlega á ferðinni, að ekki var búið að opna, en margir verðandi gestir stóðu við hliðið. Aðallega var þetta ferðafólk og trúlega mestmegnis frá Ameríku. Virðulegir „Beefeaters", verðir í Tower, sáust fyrir innan, en brátt var opnað og þau gengu inn í þetta forna og sögulega virki. Grímur hafði oft komið þarna áður og sagði stúlkunum frá því helzta, en að auki fengu þau bækling um virkið. Bráðlega sáu þau mann, sem stóð og talaði fyrir nokkrum áheyrendum, og stöldruðu við. Það kom í Ijós, að þessi maður hafði það embætti, sem ekki þykir hvað óvirðulegast í Tower, en það er að gæta hrafnanna. Eins og hann sagði í ræðu sinni, þá eru 6 hrafnar í Tower of London, og þetta hefur verið svo síðan á dögum Karls 2. og því er trúað, að ef hrafnarnir yfirgefi Tower, þá muni eitthvað afskaplegt koma íyrir Bretaveldi. Þess vegna er það ábyrgðarstarf að gæta hrafn- anna. Stúlkurnar fóru í White Tower og skoðuðu hið mesta saman- safn alls kyns vopna, þarna voru brynjur og sverð og síðan komu byssur alls kyns, sem of langt yrði upp að telja. „Hrafna-Flóki" sá hinn mikli stóð enn utan dyra og talaði, er þær komu út, og sagði nú, að á viku fengi hann þrjá skildinga með hverjum fugli til þess að fæða þá og klæða, og hann gæfi þeim kjöt daglega, það væru raunverulega þeir, sem væru hinir eiginiegu „beef eaters" en ekki verðirnir, þótt nafnið gæfi annað til kynna. Hrafn- arnir eru tamdir og ættartala þeirra er skráð inn í bækur, og til þess að þeir ekki strjúki, eru flugfjaðrir þeirra klipptar, en svo sagði „Hrafna-Flóki“, að þeir væru svo feitir og vel aldir hjá sér, að það væri engin hætta á, að þeir reyndu flugtak. Á hverju kvöldi fer fram hátíðleg athöfn, þar sem turninum er lokað, og þess Hinir þykku veggir Tower of London gætu marga söguna sagt, mættu þeir mæla. Hér eru stúlkurnar staddar í kapellu virkisins, en þar rikir þögn og friður. Sigríður Valdimarsdóttir, sem var yfirflugfreyja á leiðinni til Lon- don, kvaddi þær Sóley og Valhildi á flugvellinum. meðan bíllinn ók upp að flugstöðinni. Þau hittu Alan Dixon, starfs- mann Flugfélags íslands á Lundúnaflugvelli. Alan bauð þau vel- komin til Bretlands og óskaði stúlkunum góðs gengis í borginni. Þeim gekk vel að komast í gegnum toll og útlendingaeftirlit, og útlendingaeftirlitsmaðurinn gaf út sérstakan reisupassa fyrir Sóley til að ferðast á í Englandi þessa daga. Síðan tók við önnur bíl- 512
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.