Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1970, Side 64

Æskan - 01.10.1970, Side 64
Sól skein sunnan SÓL SKEIN SUNNAN er bók um náttúruskoðun. í henni eru fjöl- margir þættir um gönguferðir úti í náttúrunni, lýst fuglum og fiskum, kröbbum og köngulóm. Fólki er bent á, að náttúruskoðun er eitt af lausnarorðum nútímans. Sagt er frá því, hvernig bezt er að bera sig að við náttúruskoðun. Síðan er lýst ferðum höfundar í fjöru, á fjöllum og í miðjum hlíðum. Alls staðar er eitthvað að sjá. Fáar bækur hafa verið gefnar út um þetta efni hérlendið áður. Bók þessi gæti orðið til góðs fyrir unglinga og fullorðna, kennt, hvernig ber að umgangast íslenzka náttúru. Höfundurinn, Frið- rik Sigurbjörnsson, hefur um árabil skrifað þætt- ina „Úti á víðavangi“ í Morgunblaðið og aflað sér mikilla vinsælda fyrir skrif sín. Bókin er prýdd mörgum myndum, tilheyrandi textanum. Sól skein sunnan verður sjálfsagt óskabók þeirra, sem íslenzkri náttúru unna. Þetta er bók, sem þarf að vera til á hverju heimili landsins. í lausasölu kr. 450,70. Til áskrifenda ÆSK- UNNAR kostar bókin aðeins kr. 338,00. ÆSKAN er stærsta og fjölbreyttasta barna- og ungl- ingablaðið á íslandi í dag. Hún flytur ávallt mikið af hollum fróðleik, innlendum og erlendum, og öðru skemmtilegu lesefni við hæfi barna og unglinga, svo sem skemmtilegar framhaldssögur, smásögur, fræð- andi greinar, margs konar þætti, t.d. íþróttaþátt, frí- merkjaþátt, heimilisþátt, flugþátt, handavinnuþátt, dýraþátt, spurningar og svör, skipaþætti, þátt um uppfinningar og framfarir, upplýsingar um kvikmynda- stjörnur, teiknikennslu, framhaldsmyndasögur og margt fleira. Árgangurinn kostar aðeins 300 krónur. Sýnið foreldrum ykkar og öðru venzlafólki þessa orðsendingu og fáið leyfi þeirra til að gerast kaup- endur strax í dag. Minnizt þess, að eftir því sem áskrifendum ÆSKUNNAR fjölgar, verður blaðið stærra og fjölbreyttara. — Takmarkið er, að ÆSKAN komist inn á hvert barnaheimili landsins.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.