Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 31

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 31
göturnar, ÞinganesiS, Skansinn, minnisvarðana og söfnin. Svo er líka ánægjulegt að sjá framtaksemi og dugnað þjóðarinnar. Allt er í uppbyggingu, skólar, verksmiðjur, vegagerð .. . Frá farfuglaheimilinu eru svo ferðir í allar áttir. Enginn fer svo frá Þórshöfn að hafa ekki farið út I Kirkjubæ, þann sögulega stað. Þar sýnir kóngsbóndinn Jóhannes Paturson forna muni í elzta húsi, sem búið er í á Norðurlöndum. í Kirkjubæ er margt að sjá og eftirminnilegt að hafa komið á svo sögufrægan stað. Gaman er líka að skoða forngripasafnið í Saxun, að koma til Tjörnuvíkur, sem er mjög fallegur staður, þar sem gamlar vik- ingagrafir fundust. Og skemmtilegt er að sigla út í Nólsey og hitta hann Niels á Botni og sjá fuglana, sem hann stoppar upp. Þannig mætti margt fleira nefna. íþróttahöllin og knattspyrnuvöll- urinn í Þórshöfn gefa til kynna, að íþróttalíf er þar í blóma. Mér er þó ekki kunnugt, hvort unglingalið eru starfandi þar, en það ættu (slenzku unglingaliðin að athuga, og fara svo í keppnisför til Færeyja. Ég bendi ykkur annars á að heimsækja þessa ágætu frændur okkar vegna þess, að ég var þar í sumar ásamt Ásmundi Matthías- syni, lögregluvarðstjóra, og sjö verðlaunahöfum úr 12 ára bekkj- um austan af landi, sem voru: Steinunn Steinþórsdóttir, Norðfirði; Guðrún Katrín Árnadóttir, Seyðisfirði; Sigbjörn Kjartansson, Höfn, Hornafirði; Borgþór Jónsson, Teygabóli í Fellum; Hallgrímur Bóasson, Reyðarfirði; Egill Jónsson, Egilsstöðum og Guðmundur Gylfi Guðmundsson, Egilsstöðum. Ásmundur var aðalfararstjóri þessarar ánægjulegu ferðar, sem við vorum öll sammála um, að hefði verið eins fróðleg og skemmti- leg og frekast er hægt að óska sér. Leiðsögumaður okkar í Fær- eyjum var John Sivertsen, sá sem rekur farfuglaheimilið. Hann kann sögur um hvern stein og hverja þúfu þar! Og ef þið hafið hlustað á barnatímann minn 26. júlí s.l., þá hafið þið heyrt, hvað þessir 12 ára sigurvegarar fengu mikið út úr ferðinni. Skemmtilegt fannst mér að komast að því, að ÆSKAN er keypt og lesin í Færeyjum. Einnig er mikið hlustað á íslenzka útvarpið þar. Alls staðar var vel tekið á móti okkur. Við sungum í barna- tímann hennar vinsælu „Hönnu frænku", sem hefur m. a. þýtt og lesið sögurnar hans Ármanns Kr. Einarssonar. Líklega hefði mörgum brugðið við að fá þau skilaboð, sem biðu okkar í skrifstofu hótelsins, þegar við komum heim eitt kvöldið, en þau hljóðuðu eitthvað á þessa leið: „Sækjum ykkur ki. 10 i fyrramálið. — Lögreglan." Hvað finnst ykkur? — Ekki sem glæsilegast, líklega! Þetta var þó ekkert til að óttast. Lögreglan sótti okkur, sýndi okkur bækistöðvar sínar, þar sem góðar veitingar biðu okkar. Síðan óku þeir okkur um bæinn og sýndu okkur staði, sem við áttum eftir að sjá. í Færeyjum vorum við í níu daga og alltaf var nóg að skoða. Gestrisni er afarmikil þar, og var okkur víða boðið heim og haldnar fyrir okkur stórveizlur, og vorum við leyst út með gjöfum. — En eins og ég sagði áðan, ætla ég ekki að segja ferðasöguna núna. Heldur, áður en ég kveð að sinni, geta þess, að ijóðið við lagið, sem ég sendi ykkur núna, er eftir hann Ásmund Matthías- son. Urðum við að syngja það oft I Færeyjaferðinni, og var því „vel fagnað“, eins og þeir segja þar. Ég vil þakka öllum, er hlut áttu að máli og stuðluðu að því, að þessi ferð var farin. Sérstaklega þakka ég Pétri Sveinbjarnarsyni umferðarfulltrúa fyrir, hve vel hann skipulagði þessa ferð, sem var verðlaunaferð 12 ára barna, er sigruðu I spurningakeppni um Hallgerö og John Sivertsen ásamt sonum sínum. umferðarmál, og fram fór á vegum Umferðarráðs I samvinnu við fræðsluyfirvöld o. fl. Að lokum sendi ég kveðjur og þakkir íil Færeyja — til allra, sem gerðu okkur ferðina svo ánægjulega. Yrði of langt að telja þá alla upp, en þó vil ég sérstaklega nefna: Hönnu „rnostur" Lisberg og annað starfsfólk Útvarpsins, starfs- lið lögreglunnar, Lars Larsen hjá Færeyjaflugi og fjölskyldu hans, Pétur Háberg og fjölskyldu, Ölmu Brend og Halldór Jó- hannsson og fjölskyldu, Árna Magnúsen og annað starfsfólk Hótel Hafnía, Hallgerð og John Sivertsen og fjölskyldu, Eiden Muller ritstjóra hjá blaðinu Dimmalætting, og enda ég þennan þátt eins og við sögðum I viðtalinu við hann: „Vit hava kent okkum heima i Föroyum, rnillum vinir. Vit kunnu siga tað stutt: Her hevur veriö gott fólk og gott veður — og meira kann eingin krevja.“ „Blíðar heilsur!" INGIBJÖRG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.