Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 12

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 12
að kaupa fermingargjöfina með afborgunum, og slikt kom ekki til mála. Tófý hafði átt úr síðan hún var 7 ára, svo að eitthvað annað urðu þau að gefa henni, og nú beið gjöfin þarna inni. „Við skulum nú koma inn og líta á gjöfina," sagði hann, „ertu ekki spennt að sjá, hvað við ætlum að gefa þér i tilefni dagsins?" Faðirinn sneri lyklinum i skránni og opnaði hægt hurðina, eftirvæntingar- svipur kom á andlit foreldranna eins og það væru þau, sem ættu gjöf í vændum. Tótý var enn með fýlusvip, en svipur hennar mildaðist, þegar hún sá skattholið. Hún kyssti foreldra sina lauslega fyrir og fór að draga út skúffurnar hverja af annarri. Þá hringdi dyrabjallan. „Sendillinn með smurða brauðið og terturnar," sagði móðirin og flýtti sér fram. En enginn sendill stóð úti fyrir, heldur gamall maður. „Ég kem víst eins og boðflenna löngu á undan öllum öðrum, en ég er ekki orðinn maður til að vera í margmenni og vil heldur spjalla við hana Tótý litlu í næði. Það eru orðin svo mörg ár síðan ég hef séð ykkur,“ sagði hann. „Vertu velkominn,'pabbi minn,“ hrópaði konan glöð, „komdu, Tótý, og vertu afa þínum til skemmtunar, ég hef svo mörgu að sinna, við eigum von á svo mörgum gestum núna rétt á eftir.“ Tótý settist með afa sínum inn í stofu. „Tótý litla, en hvað þú ert orðin stór, ég verð að hætta að kalla þig litla, þú ert orðin stærri en ég. Samt finnst mér svo stutt síðan ég hossaði þér á hné mér, en nú gætir þú víst frekar setið með mig. Og nú ertu komin yfir tekt, eins og stundum var sagt áður fyrr. Ég er hér með lítilræði handa þér, þú berð nafn ömmu þinnar heitinnar, þótt aldrei væri hún kölluð Tótý.“ Gamli maðurinn þagði við, starði út um gluggann litla stund, en svo dró hann umslag úr vasa sínum og rétti stúlkunni. „Ég minnist annars fermingardags," hélt hann áfram, „það var fyrir löngu síðan, meira en hálfri öld, þá var fermdur drengur í sveitinni minni. Hann átti heima innarlega í dalnum og var elzta barnið á bænum, for- eldrarnir voru mjög fátækir. Kvöldið áður sat móðir hans við að gera honum skó úr þurrkuðu steinbitsroði. Þá voru vegalengdir stundum mældar á þann veg, að talað var um, hve mörg pör af roðskóm þyrfti til að komast svo og svo langa leið. Hún tók líka til vinnufatnað, sem hún lét I poka eftir að hafa lagfært þær flíkur, sem viðgerðar þurftu með. Móðirin var á stjái fram eftir nóttu, siðast tók hún til handargagns spariföt drengsins. Það voru blá vaðmálsföt, sem hún hafði saumað þá um veturinn. Dreng- urinn gat lítið sofið um nóttina, því daginn eftir myndi verða gerbreyting á lífi hans. Hann rumskaði snemma um morguninn við það, að móðir hans var að klæða sig, aðrir voru í fasta svefni í baðstofunni. Hún fór út og mjólkaði kúna, og svo bakaði hún flatkökur, nokkrar af þeim vafði hún inn i klút og setti mjólk á flösku. Þetta átti að verða nesti fermingar- drengsins. Hann kvaddi systkini sín og foreldra með kossi og lagði síðan af stað til kirkjunnar, aleinn með fatapokann á bakinu og nestispinkilinn I hendinni. Kirkjan var aðeins áfangi á leið hans, vegna þess að hann var ráðinn háseti á bát út með firði. Þegar athöfninni í kirkjunni væri lokið, myndi hann hafa fataskipti og koma sparifötum sínum I geymslu og halda síðan áfram, því hann átti að mæta þá um kvöldið hjá formanninum. Drengurinn hélt nú leiðar sinnar, hann nam snöggvast staðar á háu leiti til að sjá bæinn sinn í síðasta skipti um langan tíma. Þarna kúrði bærinn pínulítill undir snarbröttu fjalli, og reykurinn liðaðist upp úr strompinum á grasi gróinni þekjunni. En svo hélt hann aftur af stað og greikkaði sporið, hann átti langa leið fyrir höndum." Afi tók sér málhvild og horfði á Tótý, hún skammaðist sín, henni fannst eins og afi sinn myndi vita, hvað hún hafði verið ósanngjörn rétt áður en hann kom. Hana grunaði, að hann væri nú að lýsa sínum eigin fermingar- degi. „Allt fór vel hjá þessum dreng, hann svaraði spurningum prestsins rétt, svo fiskaðist vel þetta vor, og hann gat fært foreldrum sínum mikinn fisk og fékk blessun þeirra í fermingargjöf og annað ekki. En hann var ósköp Slys og afbrot Fjölmörg dæmi sýna og sanna, að ölv- aðir einstaklingar eiga mjög á hættu að verða fyrir slysum. Skýring þessa er m. a. sú, að áhrif áfengis valda að meira eða minna leyti lömun á athyglisgáfu, sjálf- stjórn, dómgreind og viðbragðsgetu manna. Einkum kemur þetta glöggt fram í umferðinni og á við bæði bílstjóra, hjól- reiðamenn, göngumenn og aðra vegfar- endur. En einnig á öðrum sviðum verða oft slys af völdum ölvunar, eða þar sem áfengið á a. m. k. einhvern hlut að máli. Hér er átt við vinnuslys, slys í tengslum við siglingar o. s. frv. Og full ástæða er til að taka skýrt fram, að þau slys, sem ölvaðir menn verða fyrir, eru mjög oft mun alvarlegri og erfiðari viðfangs en þau, sem gerast meðal allsgáðra manna. Margar rannsóknir vísindamanna í ýms- um löndum hafa sannað, svo að ekki verð- ur um villzt, að það er augljóst samband milli áfengis og afbrota. Ekki er það þó jafn sterkt og ótvírætt varðandi öll afbrot. Þegar um ofbeldisglæpi er að ræða, kem- ur það gleggst fram. En svonefnd hagn- aðarafbrot (stuldir, ávísanafalsanir o. fl.) eru einnig oftast framin undir áhrifum áfengis. Skýringin á því, að ölvun getur orðið svo örlagarík i þessum efnum, er sú, að dómgreindin dvínar, sjálfstjórnin bregzt og viðbragðsgetan svíkur. Afleiðingin verður sú, að sá, sem er ölvaður, kemur öðru- vísi fram og sýnir miklu minni ábyrgðar- kennd en hann mundi annars gera. Hér er því ekki um neitt vafamál að ræða: Það er öruggast að neyta aldrei áíengra drykkja. ATH.: ( síðasta þætti féll niður heiti þáttarins, en hann hét: VINNA OG ÍÞRÓTTIR. -------------------------------------^ 484
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.