Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 7
legri með hverjum deginum og loks varð ekki um það
deilt, að hún var fríðasta kona í landinu. En — hún varð
dramblát eins og Llna og mat fegurð sina meira en allt
annað. Vinkonur hennar urðu öfundsjúkar og fóru að bera
út óhróður um hana og Gerði leið verr en hana hafði órað
fyrir. Hún hafnaði öllum biðlum því að henni fannst eng-
inn nógu góður. Og loks fór svo, að allir karlmenn ótt-
uðust Gerði eins og sjálfa pestina.
Ósk Tótu rættist einnig, og hún varð bráðlega kunn um
allt landið fyrir hyggindi sín. Hún fékk ágæta stöðu og
hafði nóg fyrir sig að leggja. Fólk fór til hennar langar
leiðir til þess að fá góð ráð; allir litu upp til hennar, og
hún varð mjög hamingjusöm. Það eina, sem amaði að
henni, var ógæfa systra hennar. Hún reyndi eftir megni
að gefa þeim góð ráð, en það stoðaði ekki. Þær vísuðu
henni báðar frá sér með fyrirlitningu og sögðust komast
af én heimskunnar úr henni.
En svo átti það að liggja fyrir landinu að lenda I styrj-
öld við rlki, sem var miklu voldugra. Fjöldi ungra og
hraustra manna féll í valinn, en samt börðust þeir, sem
eítir lifðu, af svo mikilli hreysti, að óvinirnir undruðust
það. Baráttan var háð fyrir frelsi ættjarðarinnar og her-
mennirnir vildu heldur deyja en sjá það tekið herskildi.
En ofureflið varð að lokum meira en við það yrði ráðið,
og óvinirnir æddu inn í landið og unnu mikið tjón. Þeir
brenndu bæi og rændu og rupluðu. Landslýðurinn flýði
hópum saman inn til höfuðborgarinnar til þess að leita þar
verndar. En nokkrir urðu eftir til þess að gæta eigna sinna,
og meðal þeirra var Lína. Þó að allt heimilisfólkið legði
á flótta, sat hún samt sem fastast eftir i óðalshöll sinni.
Hún bjóst við að geta borgað óvinunum svo vel, að þeir
létu hana í friði. En þegar hermenn óvinaliðsins komu,
brenndu þeir allar eignir hennar, stálu peningum hennar
og hröktu hana út á gaddinn.
Gerður var ein þeirra, sem ekki vildu forða sér undan á
óhultan stað. Hún taldi víst, að óvinirnir mundu verða svo
hrifnir af fegurð hennar, að þeir mundu sýna henni þann
sóma að láta hana í friði. En þegar hermenn óvinaliðsins
komu, tóku þeir Gerði til fanga og höfðu hana með sér
í herbúðir sínar og gáfu hana hershöfðingjanum, en hann
píndi hana og kvaldi á allan hugsanlegan hátt.
I höfuðborginni var allt í uppnámi. Óvinaherinn átti
skammt ófarið að borginni og eftir nokkra daga yrði hún
umkringd og síðan tekin herskildi og jöfnuð við jörðu.
Allir hershöfðingjar ríkisins voru staddir í konungshöll-
Inni og ráðguðust um hvað gera skyldi. Horfurnar voru
hinar ömurlegustu og engum gat dottið neitt ráð i hug
til að stöðva framrás óvinanna. En allt í einu minntist einn
hershöfðinginn þess, að til væri stúlka, sem var kölluð
Tóta og var fræg um land allt fyrir vitsmuni sína. Hann
sagði konunginum frá þessu og konungurinn skipaði að
láta kalla Tótu á fund sinn undir eins.
Jæja, Tóta lét ekki standa á sér að koma, og þegar hún
kom inn í höllina og sá örvæntingarsvipinn á andliti kon-
ungs, þá sagði hún rólega: „Herra konungur, farið að mín-
um ráðum og þá munu óvinirnir samstundis hverfa úr land-
inu. Dragið þér upp pestarflöggin á öllum virkjum og hæð-
um og þá slær ótta á óvinina og þeir flýja eins og fætur
toga.“
konungur?
Allt frá því er Elísabet Englandsdrottning kom heim úr
sínu langa ferðalagi um Ástralíu, Nýja-Sjáland og Kyrra-
hafseyjar, hefur aðeins ein hugsun komizt að hjá henni:
Hún vill gera son sinn, Karl prins, að konungi sem fyrst.
í Ijós kom í þessari ferð, að prinsinn á mjög auðvelt með
að ná til fólks. Öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, var
svarað með feikilegum fagnaðarlátum, og mörg blöð skrif-
uðu: Hann er vel fallinn til að taka við konungdómnum!
Með öðrum orðum: Hafi ferðin verið eins konar próf, sem
lagt var fyrir Karl prins, stóðst hann það með prýði.
Ef allt fer eftir venju, ætti ríkisarfinn að taka við krún-
unni á þeim degi, er Elísabet sofnar svefninum langa. En
nú hefur hún fengið löngun til að sjá son sinn í hásæti
meðan hún lifir. Hún gæti hugsað sér að stíga af veldis-
stóli vegna sonarins!
Nú var undir eins gert eins og Tóta mælti fyrir, og áhrif-
in urðu að óskum. Hermenn óvinanna flýðu hver sem betur
gat og fylkingar þeirra riðluðust. Og konungshernum reynd-
ist auðvelt að hreinsa landið.
En Tóta varð drottning í ríkinu, því að konungurinn var
ungur og ógiftur og hafði orðið ástfanginn af henni. Síðan
sá hún um, að systur hennar urðu eins og frændi þeirra
hafði hagað til, og svo kann ég ekki þessa sögu lengri.