Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 49

Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 49
lega til Norðurlandanna og Bretlands, en fór auk þess til Ameríku. [ einni slikri ferð fór Willemoes alla leið til Kúbu að sækja sykur- farm fyrir Bandaríkjastjórn. Mun það hafa verið lengsta sigling, sem íslenzkt skip hafði þá farið. Willemoes flutti til landsins mestalla steinolíu (i tunnum) á ár- unum 1917—1927, en þá hætti Landsverzlun með steinolíu. Má því segja, að þetta væri fyrsta olíuflutningaskip íslendinga, þó að ekki væri það tankskip. Willemoes var staddur í Osló 1. des- ember 1918 undir stjórn Júliusar Júlíussonar skipstjóra og var eitt af fjórum fyrstu skipunum, sem sigldu undir íslenzka fánan- um erlendis. Eimskipafélag íslands keypti svo Willemoes á árinu 1928 og hlaut það nafnið Selfoss. Sjá síðar Selfoss. E/S LAGARFOSS LBHC og TFLA Stálskip með 700 ha. gufuvél. Stærð: 1211 brúttórúml. og 737 nettórúml. Aðalmál: Lengd: 234 fet. Breidd: 33,5 fet. Dýpt: 19,5 fet. Farþegarými: 1. farrými 20 farþegar. 2. farrými 12 farþegar. Ganghraði 8-—10 sjómílur. Lagarfoss hét áður Profit og var smíð- aður í Osló, sem þá hét Kristjanía, árið 1904. Eimskipafélag is- lands keypti skipið í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 1917 fyrir um 1300 þús. krónur. Hafði skipið þá verið um árabil f strandsigl- ingum austur í Kína. Lagarfoss kom fyrst til Reykjavikur þann 19. maí 1917 undir stjórn Ingvars Þorsteinssonar skipstjóra. Lag- arfoss hóf strax siglingar til Ameríku og var í ferðum þangað fram á árið 1921, að frátöldu hálfu árinu 1920, en þá var skipið til viðgerðar í Kaupmannahöfn. Árið 1922 hóf Eimskipafélag ís- lands fastar ferðir til Hull og 1926 til Hamborgar, og var Lagar- foss fyrsta skip Eimskipafélagsins í þessum hafnarborgum. Frá árinu 1927—1940 var skipið í Norðurlandaferðum og strand- ferðum. Árin 1940—1945 var það f Ameríkusiglingum. Og að ófriðnum loknum vár Lagarfoss fyrsta íslenzka skipið, sem kom til Noregs. Árið 1949, er Lagarfoss var á heimleið frá Danmörku, brotnaði skrúfuöxullinn út af Skagen og var skipið dregið inn til Frede- rikshavn. Þar með lauk siglingasögu Lagarfoss. Hann var seldur þar til niðurrifs eftir 32 ára giftusama þjónustu í þágu íslendinga. Seglskipið RÓSA Gránufélagið eignaðist aftur franska fiskiskútu úr strandi, var það á Fáskrúðsfirði árið 1878. Tryggvi Gunnarsson mun sjálfur hafa gert skipið haffært á strandstaðnum, en fullnaðarviðgerð síðan farið fram erlendis. Óvist er um afdrif skipsins, en það mun hafa verið í þjónustu Gránufélagsins og hinna Sameinuðu fsl. verzlana fram á annan tug aldarinnar. í dönsku skipaskránni frá árinu 1913 er Rósa talin 136 br. rúmlestir að stærð. Smíðuð var hún í Dunkerque árið 1863 og skrásett á Seyðisfirði. Myndin er talin vera af Rósu á Eskifirði. ATH.: í síðasta þætti er sagt, að e/s Gullfoss hafi verið seldur til Tyrklands. Það er rangt, skipið var selt til niðurrifs. Þar sem enn vantar myndir af gömlum ísienzkum skipum og eins myndir frá höfninni eða öðrum stöðum, er sýna skip, kunn- um við því fólki góðar þakkir, sem vildi láta okkur hafa slíkar myndir til birtingar. — Þið takið fram litina ykkar. Þetta er ekki abstrakt mynd, þótt svo líti út [ fljótu bragði. Nei, þetta er einmitt myndræn mynd. Athugið nú bara sjálf, hvort það reynist ekki rétt vera. Alla reitina með punktunum litið þið gula, þá sem eru með litlu hringunum litið þið græna, svo sjáið þið örlítil strik í nokkrum reitum til vinstri á myndinni, þá eigið þið að lita brúna, en alla hina reitina litið þið svo Ijósbláa. lllill Góða skemmtun! 521
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.