Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 5

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 5
EIN KYR ER NÓG að var einu sinni kona, sem átti tvö lítil börn. Hún var svo fátæk, að hún gat með naumindum fætt þau. — ,,Það er gott að ég á geitina," sagði konan. „Börnin drekka geitamjólkina með þurru þrauðinu og hafa hana út á grautarögnina. En hvorttveggja er, því miður, af skornum skammti, og auk þess get ég stundum búið til ofurlítið af smjöri." Dag nokkurn, er konan var að vinna í garðinum sínum, bað hún drenginn að fara með geitina út að skurðargarð- inum til þess að hún gæti fengið I svanginn. í þessu bili kom ókunnugur maður og lítil stúlka. Þau gengu til konunnar. Maðurinn sagði: „Litla stúlkan mín er mjög þreytt, svöng og þyrst. Áttu ekki matarbita og mjólk- ursopa handa henni. Ég er fátækur og get ekki borgað fyrir þennan greiða. En ég mun verða þér afar þakklátur, ef þú gerir það, sem ég bið um. Stelpan þarf að fá hress- ingu.“ Konan svaraði: „Hér er ekki um auðugan garð að gresja. En ég á dálítinn mjólkurslatta og brauðbita, og það skaltu fá handa litlu stúlkunni." En þetta var matur sá, er konan hafði ætlað að neyta að loknu dagsverki sínu í garðinum. En hún var svo greiðug og hjálpfús, að hún hikaði ekki við að taka allt ætt, sem hún átti, og gefa ókunnugum. Litla stúlkan borðaði brauðið og drakk mjólkina og hresstist bersýnilega af því. Er þau voru að fara, sagði maðurinn við konuna: „Hvers óskar þú mest af öllu?“ Konan svaraði: „Mig langar mest til þess að eignast kú. Ef ég ætti kú, gætu börnin og ég fengið alla þá mjólk, er við þörfnumst. Ennfremur fengjum við nægilegt smjör." Maðurinn sagði: „Réttu mér rekuna." Konan gerði það. Og maðurinn sló með rekunni á stein. Samstundis stóð indæl kýr hjá þeim. Konan varð mjög forviða. Maðurinn mæiti: „Þú mátt eiga kúna. Þetta er borgun fyrir matinn, er þú tókst frá munninum á þér til þess að seðja litlu stúlkuna. Ég vona að kýrin verði þér til ham- ingju.“ Konan varð bæði glöð og hissa og kom ekki upp nokkru orði. Hún góndi á kúna. En maðurinn og litla stúlkan lögðu af stað. Svo datt konunni í hug, að tvær kýr væru betri en ein. Ef hún ætti tvær kýr, gæti hún selt mjólk og keypt ýmislegt, sem hana vanhagaði um. Hún hélt á rekunni, er maðurinn notaði, þegar hann töfraði íram kúna. Og henni datt í hug, að hægt væri að fá aðra kú á sama hátt. Hún ákvað að gera tilraun. Svo barði hún með rekunni á steininn. En það var ekki kýr, sem kom fram, heldur gráðugur úlfur, Hann hljóp til kýrinnar þegar í stað og át hana. Að þvl búnu sneri hann sér að konunni í sama augna- miði. En konan beið ekki boðanna heldur hljóp sem fætur toguðu á eftir ókunna manninum og litlu stúlkunni. Þau voru komin niður að ströndinni. Konan kallaði til mannsins: „Hjálpaðu mér. Ég er í mikilli hættu. Ég sé eftir því, sem ég gerði. Hjálpaðu mér til þess að koma úlfinum burt áður en hann étur börnin og geitina. Geitin er mér dýrmæt, og án barnanna væri mér lífið einskis virði. Þó að erfitt sé að vinna fyrir þeim, tel ég það ekki eftir, en hef mikla ánægju af því. Þú verður að hjálpa mér. Ég er viss um að þú getur það. Ég grátbæni þig um hjálp." Maðurinn horfði alvörugefinn á konuna. Svo sagði hann: „Þessi úlfur. er þín eigin ágirnd. En vegna þess að þú iðrast skal ég hjálpa þér og koma þessum voðalega úlfi burt. Vertu róleg. Farðu heim. Allt mun fara vel og þú ekki verða fyrir neinum óþægindum. Úlfinn mun ég kveða nið- ur. Það er gott að hafa hjálpað öðrum, þess nýtur þú hjá mér.“ Að svo mæltu hélt maðurinn leiðar sinnar. Hann gekk hægt og leit ekki við. Þegar konan kom heim, var úlfurinn horfinn, og varð hún mjög glöð. En fallega kýrin var heima við kotið, sú hin sama, er fyrr hafði verið töfruð fram, eða önnur alveg eins. Þessa kú átti konan. Það var góð eign. Má geta þess, að kýr eru sums staðar, t. d. í Indlandi, álitin heilög dýr, og eru ekki drepnar. Meira að segja ekki vaktar, þó að þær sofi á daginn á fjölförnum götum stórborga Indlands. „Ég má ekki vera ágjörn," sagði konan við sjálfa sig um leið og hún teymdi kúna inn í lítið útihús, er nú skyldi notað fyrir fjós. Konan var góð við kúna, enda mjólkaði hún vel. Börnin og konan döfnuðu ágætlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.