Æskan - 01.10.1970, Side 30
INGIBJORG ÞORBERGS:
TAL OG TONAR
Eiginlega ætlaði ég að segja ykkur ferðasögu frá Færeyjum
núna. Ferðasöguna læt ég þó að mestu leyti bíða, vegna þess að
ungur vinur minn, sem heitir Gunnar, fékk svo ágæta hugmynd um
daginn. Hann gaf mér leyfi til að Ijóstra upp þessu leyndarmáli
sfnu, því verið gæti, að þið vilduð notfæra ykkur það.
Gunnari mætti ég úti á götu. Hann var svo kampakátur, að ég
sagði: — Varstu að fá happdrættisvinning?
Gunnar: — Nei, því er nú verr og miður! Ja — annars er þetta
hálfgerður happdrættisvinningur — ég á sko við hugmyndina,
sem við strákarnir fengum.
Ingibjörg: Jæja, fenguð þið hugmynd! Þær hafa nú verið
margar...
G.: — Já, og þær góðar! Var kannski ekki sniðugt, þegar við
fórum að moka snjó frá húsum og af stéttum og lóðum í fyrra?
Að minnsta kosti komumst við strákarnir nokkrum sinnum í bíó
út á það!
I.: — Já, það var ekki svo vitlaust. En hvaða snjalla hugdetta
skaut upp kollinum núna?
G.: — Það er sko nokkuð svaka klárt! Við vinirnir — þú veizt
— verðum nú bráðum gagnfræðingar, og þá ætlum við i ferðalag.
Og gettu hvert?
I.: — Þið hafið nú ekki haft sérlega miklar tekjur það sem af
er ævi ykkar, svo að ég get nú varla ímyndað mér, að þið ætlið
til Mallorka eða Madrid! Ég álít gott, ef þið eigið fyrir fari norður
á Akureyri. — Annars er alltaf skemmtilegt að fara þangað.
G.: — Jájá, það er ágætt, en við höfum oft farið út á land.
Við ætlum til útlanda — og við erum byrjaðir að safna!
I.: — Það getur nú verið hættulegt að fara til útlanda — jafn-
vel þó að það séu eins snjallir náungar og þið. Hvað segja for-
eldrar ykkar?
G.: — Nú, auðvitað „allt í lagi“. — Þetta er ekkert hættulegra
en að ferðast um ísland!
I.: — Þá held ég, að mér sé óhætt að reyna að geta, hvert
þið ætlið.
Verðlaunahafar og fararstjórar. Myndina tók Ijósmyndari færeyska
blaðsins „Dimmalætting“.
G.: — Þú mátt geta einu sinni, en ef þú getur ekki rétt, þá segi
ég það ekki fyrr en næst, þegar ég sé þig! Haha!
I.: — Þú skalt ekki segja neitt ,,haha“ strax, því að ég er viss
um, að ég get rétt; þið ætlið til Færeyja!
G.: — En þú klár!
I.: — Nei, það er ekkert „klárt" — þú sagðir, að það væri
ekkert hættulegra en að ferðast um Island, og það er alveg rétt.
Ég get lika bent ykkur á stað í Þórshöfn, þar sem bæði er gott og
ódýrt að gista. Og á ég þá við Farfuglaheimilið þar. Það er alveg
tilvalið fyrir skólafólk — og reyndar alla, sem vilja ferðast ódýrt.
Enda hefur það strax komið i Ijós, að skólafólk kann að notfæra
sér það. Stór hópur nemenda úr Samvinnuskóla íslands og
Menntaskóla Akureyrar gisti þar í sumar. Skólahópur frá Dan-
mörku, stúdentar frá Svíþjóð, og þannig mætti telja. í ágúst s.l.
höfðu 700 gestir frá 12 mismunandi löndum búið þar, frá því að
heimilið var opnað, en það var í maí s.l. Og þú hefðir kannski
gaman af að vita, að íslendingar voru þar fjölmennastir.
G.: — Alltaf nr. 1, maður!
I.: — Jájá! Svíar koma svo næst, þá Þjóðverjar, Bretar, Danir
o. s. frv.
G.: — Heldurðu, að það sé þá ekki vissara fyrir okkur að
panta gistingu?
I.: — Jú, það er áreiðanlega öruggara, og það með góðum
fyrirvara, og ég skal gefa þér heimilisfangið. Þetta nýja færeyska
farfuglaheimili er örstutt frá miðbænum í Þórshöfn, eða um það
bil 10 mínútna gangur, og stutt frá hinni nýju, myndarlegu íþrótta-
höll. — Jæja, en nú skaltu skrifa niður heimilisfangið.
Það gerði Gunnar og kvaddi mig með þeim orðum, að nú yrði
þó sparað og safnað fram á vor!
Ég álit strákana hafa sett sér ágætt takmark til að keppa að.
Og ef þeir standa sig vel ( lokaprófinu næsta vor, gæti ég þezt
trúað, að foreldrar þeirra létu þá fá smáverðlaun, til að hafa upp
í ferðakostnað.
Vegna þess að ef til vill eru fleiri, sem vilja fara að ráðum
strákanna og safna sér fyrir Færeyjaferð, þá birti ég hér heimilis-
fang farfuglaheimilisins, en það er:
Ferðamannaheimilið FRÁHALD
v/Hallgerð og John Sivertsen,
Stoffalág við Hoyvíkstjörn,
Tórshavn, Föroyar.
Og nú skal ég segja ykkur svolítið nánar frá því: Þar gilda
sömu reglur og á farfuglaheimilum í Danmörku. Reglusemi er
skilyrði, þ. e. áfengisdrykkja er ekki leyfð. Reykingar eru bann-
aðar inni ( svefnherbergjunum. Og vitanlega er krafizt góðrar um-
gengni og kurteisi í framkomu. Hávaði að næturlagi er ekki leyfð-
ur fremur en á öðrum hótelum. Allir geta fengið þar gistingu, en
ef þið getið látið skrá ykkur félaga í Farfugladeildina hér heima,
og getið fengið út á það skírteini, þá er gistingin miklu ódýrari.
Fari t. d. kennari með barna- eða unglingahóp, er nóg fyrir hann
að hafa „fararstjóraskírteini". Einnig er gisting ódýrari, ef fólk
kemur sjálft með svefnpoka. i farfuglaheimilinu er eldhús, sem
sparar ferðalöngum mikll útgjöld í sambandi við matarkaup. Ef
einhver vill svo hringja þangað, er síminn þar 3414.
í Þórshöfn er margt að sjá, sem er þess virði að það sé skoðað
vel. Lesi maður sögu Færeyja áður, nýtur maður þess enn betur.
Það er eitthvað sérstaklega vinalegt við gömlu húsin og þröngu