Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 43

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 43
Eitt og annað um Ijósmyndun KÆRU LESENDUR Það hefur orðið að samkomulagi, að ég skrifi eitt og annað um Ijósmyndir fyrir Æskuna. Hugmynd mín er sú að ræða ekki mjög nákvæmlega um tæknilega hlið Ijósmyndunar, heldur fremur að sýna ykk- ur eitt og annað skemmtilegt, sem gæti orðið til að glæða áhuga ykkar á Ijós- myndun, sem er heillandi grein fyrir unga og aldna. Sumir Ijósmyndarar eru óum- deilanlega listamenn, og víða á listasöfn- um erlendis er að finna verk þeirra. En í þessari grein þurfa menn að vita mikið og hafa að baki langa þjálfun til að ná verulega góðum árangri. Flestir Ijósmynd- arar eiga góðar og fjölhæfar myndavélar, en þeir hafa áreiðanlega flestir byrjað með það, sem við köllum í daglegu tali kassa- myndavélar, en heita nú „Instamatic". Ykk- ur liggur ekkert á að eignast flóknar vél- ar — þær skuluð þið ekki kaupa fyrr en þið skiljið aðalatriðin í Ijósmyndatækn- inni. Þegar þið takið ykkur ,,kassamyndavél“ í hönd, þá þurfið þið ekki að gera annað en stilla á ,,sól“, ,,skýjað“ eða „þung- skýjað" og smella síðan af. Framan á vél- inni er Ijósopið og það stækkið þið og minnkið eftir birtunni, sem þýðir, að þið hleypið inn í vélina mismunandi mikilli birtu. Á mynd 1 sjáið þið framan á Ijós- opið: fyrst er það lokað, síðan hálfopið og að lokum aiveg opið. Eftir því sem Ijós- opið er stærra, þvi meiri birtu hleypir það inn. Þegar þið setjið filmu í vélina í fyrsta skipti, skuluð þið biðja einhvern fullorð- inn að hjálpa ykkur. Fyrsta boðorðið er að setja aldrei filmu í vél nema í skugga, því ef maður er hikandi og heldur ekki nógu ákveðið utan um filmuna, þá getur sólarljósið náð að þrengja sér inn í film- una og eyðileggja hana, a. m. k. á pörtum. Svo skuluð þið gæta þess að hafa Ijós- opið hreint og koma aldrei við það með fingrunum. En hvað gerist, þegar þið takið mynd, og hvað hefur gerzt frá því að þið senduð myndina í framköllun og þar til þið feng- uð myndir ( hendur? Þegar þið smelltuð af og hleyptuð „myndinni" inn í vélina, þá festist hún á filmunni — það er að segja, filman geym- ir „myndina" þar til hún er sett i fram- köllunarvökva. Ef þið tækjuð mynd og tækjuð siðan filmuna úr til að skoða, hvað hefur gerzt, þá sæjuð þið enga breytingu — breytingin verður ekki fyrr en filman kemst í snertingu við vökva, sem kallað- ur er framköllunarvökvi. Framköllunar- vökva er hægt að fá tilbúinn i flöskum, og er yfirleitt blandaður með vatni eftir sett- um reglum. Filman er tekin úr í svarta myrkri, og það þarf talsverða æfingu til að koma henni í sérstaka spólu, sem síðan er sett í framköllunardós og lokið skrúfað á. Að því loknu er óhætt að kveikja Ijós og hella framkallaranum í (Til eru sér- stakar framköllunardósir, sem taka film- una inn í sig án þess að slökkva þurfi Ijósið). Framköllunarvökvinn byrjar nú að vinna á filmuhimnunni og leysir upp aukaefni, sem blandast framköllunarvökvanum. Þeg- ar búið er að framkalla filmurnar ákveð- inn tíma (5—10 mínútur eftir gerð fram- kallarans), þá er framkallaranum hellt burt og filman skoluð í vatni dálitla stund. Nú þarf annað efni að koma til sögunnar, svo að allt sé fullkomið, það kallast fikser. Filman liggur í fiksernum í 10—15 mínút- ur að jafnaði, og síðan er filman skoluð alllengi í vatni til að öll aukaefni hverfi. Þá loksins er framköllun lokið, og nú má hengja filmuna upp til þerris. í næsta þætti skulum við ræða um það, hvernig við för- um að því að fá mynd af filmunni, og í þar næstu þáttum segi ég ykkur frá því, hvernig myndirnar eru framleiddar í heima- húsum og í fjöldaframleiðslu hjá ijós- myndaumboðunum. Enn síðar ræðum við um góðar myndir og slæmar, og kannski get ég einhvern tima sagt ykkur frá Ijós- myndurum blaðanna og þeirra skemmti- lega starfi. Það er af nógu að taka, og ég vona, að þið hafið gaman af þessum þætti, þegar tímar líða fram. Ef þið viljið skrifa og spyrja um eitthvað, þá merkið bréfin „Ljósmyndaþáttur Æskunnar, pósthólf 14“. S. J. *'■ ^ 'i.......... Jólablaðið Þeir, sem eiga eftir að greiða áskriftargjald ÆSKUNNAR fyr- ir yfirstandandi ár, eru vinsam- lega beðnir að minnast þess, að senda ber greiðslu strax! Jólablaðið er næsta blað, og verður það mjög fjölbreytt að efni. 515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.