Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Síða 13

Æskan - 01.10.1970, Síða 13
HVAÐ viltu VERÐA? 2. Allt að fjögurra mánaða námskeið fyr- ir byrjendur. 3. Allt að fjögurra mánaða námskeið fyr- ir fullnuma garðyrkjunema. 4. Allt að mánaðar námskcið í matreiðslu og hagnýtingu grænmetis. ánægður með daginn, þótt hann fengi engar áþreifanlegar gjafir og veizlu- kosturinn væri flatkökur og mjólk. Og svo vona ég, að þú verðir einnig ánægð með fermingardaginn þinn, Tótý litla, þvl að ýmislegt er nú gert til að gleðja þig, sýnist mér.“ Nú kom afi inn á það umræðuefni, sem Tótý kærði sig sízt um, en sem betur fer kom móðir hennar inn og fór að spyrja almennra tíðinda úr sveitinni. Þá notaði Tótý tækifærið og skauzt fram. Lilja Bergþórsdótlir. í 4. tbl. Æskuunar — á s.l. vori — var rætt um garðyrkjunám i þessum jiætti. í bréfi frá G. J. Rangárvallasýslu, er bent á, að nokkrum atriðum i námsskrá Garð- yrkjuskólans á Reykjum hefur nú verið breytt frá því sem sagt er frá í aprílblað- inu. Ennfremur sendir G. J. þættinum 30 úra afmælisrit skólans, gefið út 1969, prýtt mörgum myndum, ásamt útdrælti úr reglugerð Garðyrkjuskólans eins og hún er nú. Þátturinn þakkar G. J. þetta bréf og — eins og skrifað stendur — ávallt skal liafa það, er sannara reynist. Garöyrkja Útdráttur úr reglugerð Garðyrltjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. 1. gr. Skólinn heyrir undir landbúnaðar- ráðuneytið. Landbúnaðarráðherra hefur á hendi yfirstjórn hans og skólahússins. 5. gr. Skriflega beiðni um inntöku skal senda skólastjóra skólans. Hann veitir inntöku í skólann og tilkynnir umsækj- anda veitinguna. Til inntöku i bóknáms- deild útheimtist: a. Að umsækjandi sé fullra 15 ára. b. Að hann hafi óflekkað mannorð og sé ekki lialdinn neinum smitandi sjúk- dómi. c. Að umsækjandi gefi skriflegt loforð um, að hann neyti ekki áfengra drykkja i húsakynnum skólans eða á skólalóð- inni, meðan hann stundar þar nám og dvelur jiar. d. Að umsækjandi liafi lokið miðskóla- prófi (þ. e. a. s. prófi upp úr 3. bekk gagnfræða- eða miðskóla), eða hlotið svipaða menntun. e. Að umsækjandi hafi stundað verknám í garðyrkju a. m. k. i hálft ár eftir 14 ára aldur. Ákvæði ]>au, sem tilgreind eru undir staflið h og c, gilda einnig um inntöku verknámsdeild skólans. Læknisvottorð, skirnarvottorð og skil- riki fyrir því, að umsækjandi fullnægi framangreindum atriðum, skulu fylgja inntökubeiðni. 6. gr. Frá einstökum framantöldum atrið- um i gr. 5 má þó veita undanþágu, ef sérstakar ástæður mæla með. Umsækjend- ur, er lilotið hafa góða undirbúnings- menntun, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir við inutöku í skólann, en annars skal lögð álierzla á að veita öllum þeim, sem uppfyila ofangreind skilyrði í gr. 5, inn- töku í skólann. 7. gr. Enginn getur lokið burtfararprófi úr bóknámsdeild skólans nema að hann hafi slundað verknám i 2 ár, þar af eigi skemur en 3 mánuði í garðyrkjuskólan- um, en að öðru leyti á viðurkenndum garðyrkjubúum undir handleiðslu garð- yrkjumanns eða verið á verknámssamn- ingi hjá skrúðgarðyrkjumeistara, sé um skrúðgarðyrkjunema að ræða. 3. gr. í skólanum skal fara fram bæði bókleg og verkleg kennsla. Þeir, sem stunda fullnaðarnám við skól- ann, skulu njóta bóklegrar kennsiu i 3 vetur á timabilinu 1. nóvember til 1. marz hvert skólaár, alls i 12 mánuði. Ennfremur skulu nemendur stunda verknám við skólann i 1% mánuð eftir 1. og 2. bekk, alls í 3 mánuði. Að öðru leyti skulu gróðurhúsagarð- yrkjunemar og nemendur í almennri garð- rækt, vinna við skólann eða á viðurkennd- um garðyrkjubúum undir handleiðslu garðyrkjumanns. Skrúðgarðyrkjunemar skulu vera á verknámssamningi hjá starf- andi skrúðgarðyrkjumeistara samkvæmt ákvæðum iðnfræðslulöggjafarinnar. Verknámskennslu skal annars aðallega þannig fyrir komið: 1. Allt að tveggja ára vérknám fyrir þá, sem vilja verða fullnuma i garðrækt. 485

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.