Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Síða 29

Æskan - 01.10.1970, Síða 29
KVÖLDSÖGURNAR # Sápukúlurnar Jana og María sátu úti í garði og blésu sápukúlur. „María,“ sagði Jana, „en hvað sápukúlurnar eru falleg- ar á litinn. Ég verð alltaf svo glöð, þegar ég sé svona fal- lega liti.“ „Ég vildi óska, að ég væri svona glöð,“ sagði María, „en mér leiðist bara.“ „Það líður fljótt hjá,“ sagði Jana hress í bragði. „Við skulum bara hugsa okkur, að leiða skapið þitt fijúgi burt með sápukúlunum!" „Já,“ sagði María, „þá getum við setið rólegar og horft á það fljúga út ( buskann!" María blés og blés. „Nú hugsa ég mér, að leiðinlega skapið mitt sé í þessari kúlu,“ sagði hún. Stúlkurnar fylgdu henni með augunum, þangað til hún sprakk á grein. „Bangl" sagði Marla. „Nú eru allar áhyggjur mínar á bak og burt.“ „Já,“ svaraði Jana, „þú brosir líka alveg út að eyrum." Síðan sömdu þær litla vlsu um sápukúlurnar. Þær sungu hana við raust, þegar móðir þeirra kom heim. „Naumast þið eruð I góðu skapi í dag,“ sagði hún, þeg- ar hún gekk fram hjá þeim. „Já,“ svaraði Marla. „Allar áhyggjur okkar hafa svifið út í bláinn.“ # Góður drengur „Mikið er hann Grímur góður drengur,“ var mamma hans vön að segja. „Þú segir alltaf, að ég sé svo góður drengur, mamrna," sagði Grímur. „En í dag langar mig til þess að vera reglu- lega leiðinlegur og Ijótur drengur." Móðir hans hló og sagði: „Ef þig langar til þess, þá skaltu bara vera það.“ Svo fór Grímur að velta því fyrir sér, hvað hann ætti eiginlega að gera til þess að vera Ijótur og leiðinlegur. Þá mundi hann allt I einu eftir því, að hann hafði einu sinni verið skammaður fyrir að taka sultu frá mömmu sinni. Hann gekk inn í eldhús og opnaði skápinn. Hann dýfði fingrinum ofan í eina krukkuna og sleikti sultuna af hon- um. „Nei, þetta er ekkert gaman," hugsaði hann. „Ef ég bæði mömmu að gefa mér sultu, mundi hún undir eins gera það.“ Og nú lenti hann I enn meiri vandræðum með, hvað hann ætti að gera, til þess að vera reglulega vondur drengur. Loks datt honum í hug að læðast niður í kjallara og leika sér I miðstöðvarklefanum. En þegar hann kom þangað, sá hann undir eins, að hann yrði svo skítugur þar, að hann yrði þegar í stað að fara i bað. Hann langaði ekk- ert til þess að fara í bað tvlsvar á dag. Og svo endaði það með þv(, að hann fann ekkert, sem honum fannst nógu gott til þess að gera af sér. „Mamma," kallaði hann hátt. „Mig langar ekkert til þess að vera vondur I dag. Það er svo erfitt!"

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.