Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 5
ur tollfrelsi á ýmsum hlutum. Þá eiga ferðamenn kost á velja um margbreytilega gististaði allt frá ódýrum ferða- mannaíbúðum, þar sem ferðamennirnir fá framreiddan morgunverð, en geta að öðru leyti eldað handa sér sjálfir í eldhúsi sem fylgir og er útbúið með rafmagnseldavél og ísskáp, til dýrustu lúxushótela. Ennfremur er um að velja, hvort dvalið skuli inni í borg eða úti í sveit á fagurrt bað- strönd. Fyrir nokkrum árum hefði slíkt ferðalag verið talið til langferðar, ferðar, sem tæki marga klukkutíma. Með tilkomu hinnar nýju og hraðfleygu þotu Flugfélags íslands varð gjörbreyting í þessu efni. Flugferð, sem tekið hefði tólf klukkustundir, er nú flogin á rúmum fimm stundum, eða með öðrum orðum á svipuðum flugtíma og var milli Reykja- víkur og London fyrir tilkomu þotunnar. Kanaríeyjar samanstanda af sjö eyjum og nokkrum hólm- um og liggja sem kunnugt er undan vesturströnd Afrfku. Ferðir þær, sem Flugfélagið hefur skipulagt, munu verða til eyjarinnar Gran Canaria, sem er 1532 ferkílómetrar að stærð og hin þriðja stærsta í eyjaklasanum. Gran Canaria Sálarfrf I skammdeginu á eyjum hins eillfa vors .ifcllt frá upphafi Islands byggðar hafa landsmenn hugsað til vetrarins með nokkrum kvíða og er fr reyndar ekki að furða, þegar tekið er tillit til þeirra erfiðu aðstæðna, sem þjóðin átti við að búa um aldaraðir. Kuldi, myrkur og skortur á eldiviði og Ijósmeti olli miklum erfiðleikum, en oft á tímum bjó fólk við rýran kost og leið jafnvel hungur, þegar leið fram á. Sem betur fer er þessu öðruvísi farið nú í dag. Þjóðin býr við góð lífskjör. Ramagn komið á svo til hvert býli, og víðast hvar eru hlý og góð húsakynni. En þótt hlýtt sé og bjart inni, er samt Vetur konungur oftast nær í veldi sínu utan dyra eftir að Ýlir gengur í garð, að ekki sé nú talað um Þorrann og Góuna. Það þykir þess vegna lítt fýsilegt að taka sér frí frá störfum yfir þennan árstíma. I janúar og febrúar eru dagar stuttir og því oft erfitt að iðka vetrar- íþróttir þótt nægur snjór eða svell sé við höndina. í vetur verður brotið í blað f þessum efnum. Nú hefjast í fyrsta sinn skipulagðar orlofsferðir f sól og sumar, því nú tekur Flugfélag (slands upp nýjan þátt f starfseminni. Gefur landsmönnum kost á sólarfríi í skammdeginu gegn tiltölu- lega vægu gjaldi. Það var snemma á s.l. ári, sem forráðamenn Flugfélags íslands hófu könnun á möguleikum til slíkra sólarfrísferða í skammdeginu. Kanaríeyjar urðu fyrir valinu margra orsaka vegna. Þarna er ríkjandi sól og sumar á kaldasta árstím- anum hér heima. Þarna er sjórinn ylvolgur og þægilegur til sjóbaða, þótt hafís sigli að landi við Islandsstrendur, en á Kanaríeyjum verður hins vegar aldrei óþægilega heitt, og veldur þvf hin stöðuga hafgola. Á Kanaríeyjum er mis- munur meðalhita kaldasta og heitasta tfmabilsins aðeins 7°. Fleira þótti Flugfélagsmönnum Kanaríeyjar hafa að bjóða, sem Islendingar mundu vel kunna að meta, svo sem gistihús, ódýran varning og lágt verðlag, en ennfrem- hefur einna fjölbreyttast landslag allra eyjanna með nær 2000 metra há fjöll. Höfuðborg eyjarinnar er Las Palmas de Gran Canaria með um 240.000 íbúa. Borgin teygir sig um nfu km eftir strandlengjunni og er eins og Róm byggð á sjö hæðum. Síðan í byrjun 15. aldar hafa Kanaríeyjar tilheyrt Spáni, og þar hafði floti Kólumbusar viðdvöl á lelð sinni út á hið ókannaða haf f leit að nýjum heimi. Meðan dvalið er á Kanaríeyjum er auðvelt að fara í fertfalög milll eyjanna svo og til meginlands Afríku. Einnig er hægt að leigja bíl eða fara f skipulagðar sýningarferðir um eyjuna Gran Canaria, en trúiega munu flestir íslendingar, sem leita sér að sólski'nsfríi í skammdeginu, njóta dvalarinnar bezt með því að hafa í huga hvatningarorð íþrótta- og líkamsræktarfrumkvöðuls á Islandi, sem sagði: „Notið sjóinn og sólskinið." Sv. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.