Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1971, Page 25

Æskan - 01.01.1971, Page 25
Geimfararnir Júri Gagarín og John Glenn, Hitler, Mussolini, Stalin, Hindenburg og Dolfus. sprengja þinghúsið í loft upp. Handan gangsins er heilmikið af frönsku kóngafólki með Loðvík 16. Hér eru skáld, sannkallað skáldaþing, Dickens, Byron, Shakespeare og fleiri góðir menn samankomnir og bækur. Vaxmyndirnar voru allar svo eðlilegar, að því var líkast sem fólkið væri þarna í eigin persónu og myndi ávarpa gestina þá og þegar. I einum hinna stóru sýningarbása lá særður maður en aðrir stumruðu yfir honum. Þetta er Nelson sjóliðsforingi í orrustunni við Trafalgar árið 1805, en þarna féll þessi frægasta sjóhetja Breta. Þau rifjuðu upp fyrir sér söguna um orrustuna við Tra- falgar, og Sveinn sagði, að bezt væri fyrir þau að fara um borð í herskipið Victory og taka þátt í orrustunni. Auðvitað var þetta sagt í gamni, en eins og síðar kom í Ijós er hluti vaxmynda- safnsins helgaður orrustunni við Trafalgar. Áfram héldu þau í safninu og lentu brátt á skáldaþingi, þar sem Bernard Shaw sat í forsæti. Margar og merkilegar bækur voru í kringum þessa miklu andans menn. Öllu meiri eftirtekt stúlknanna vöktu þó leikararnir Chaplin, Sammy Davis jr., Audrey Hepburn og Julie Andrews. Ennfremur Brigitte Bardot og sá mikli hryllingsmyndasmiður Aifred Hitchcock. Það var margt um manninn í safninu, og gestirnir gengu í röð meðfram pöllunum og básunum, þar sem þetta fræga fólk hélt til. Bítlarnir, John Lennon með sitt síða hár og mikla skegg, George Harrison, Ringo Starr og Paul McCartney héldu ennþá hópinn á vaxmyndasafninu, °9 Þau heyrðu einhvern gestanna hafa orð á því, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hann hefði vitað John Lennon án fylgdar Yoko Ono, sinnar japönsku eiginkonu. Stúlkurnar höfðu nú þekkt flesta Þeirra, sem bar fyrir augu langa stund, en svo tóku við alls konar íþróttagarpar í tennis, krikket og öðrum álíka íþróttum. Bnnfremur knattspyrnumenn, og bar þar mest á Pele hinum suður-ameríska. Þau höfðu nú lokið hringferð um þessa hæð safnsins og fóru eftir ganginum. Tveir náungar sátu þar og lásu í blaði. Við nánari athugun var blaðið ekki alveg nýtt, og reyndar voru mennirnir ekki mennskir heldur. Þeir voru sem sé hluti vaxmyndasafnsins. Þau héldu því á næstu hæð. Þessi hæð var helguð geimförum, iendingunni á tunglinu og alls konar afbrigðilegum hlutum. Þarna var tunglferjan, sem fyrst lenti á tunglinu með menn innanborðs, °9 Þeir félagar Armstrong og Aldrin í rannsóknarleiðangri úti á tunglsléttunni. Sólarljósið féll á mennina og tunglferjuna frá sama horni og sést á mynd frá þessari frækilegu ferð, og allt var þetta mjög raunverulegt. Eftir að hafa gert sér í hugarlund, hvernig það var að stíga fyrst fæti á tunglið okkar héldu þær Sóley og Valhildur inn í deild, þar sem fólk var klætt pelli og purpura. Þetta voru fyrrverandi kóngar, prelátar og ennfremur alls kyns krossferðalýður grár fyrir járnum. Eins og allir vita voru krossferð- irnar farnar til þess að frelsa Landið helga undan heiðingjum, en stúlkurnar voru mjög efins um, að þeir, sem þátt tóku i þessum villimannlegu árásarferðum, hefðu haft hið rétta kristilega hugar- far til að bera, að ekki væri nú talað um framkvæmdina. Þarna stóðu kóngar eins og Ríkarður I, Hinrik III og Hinrik VIII, sem stóð á palli en allar sex eiginkonurnar fyrir framan hann. Þarna var lika Elísabet I og hélt á ríkisepli og veldissprota, og sú gekk nú ekki í neinum lörfum. Þær litu hér Viktoríu drottningu, Georg VI, Eðvarð VII og fleiri og fleiri. En nú höfðu gestirnir frá íslandi fengið nóg af kóngaslektinu í bili. Nú skyldi litið á hina römmu alvöru lífsins, og þau lögðu leið sína beint inn í orrustuna við Trafalgar, sem áður er á minnzt. Þau gengu eftir efsta fallbyssu- þilfarinu í orrustuskipinu Victory. Þarna stóðu sjóliðarnir berir niður að mitti velflestir, hlóðu fallbyssur, skutu. Drógu þær inn til hleðslu á ný og skutu aftur. Loftið titraði af fallbyssuskotum og eldblossarnir lýstu upp þilfarið og súðina. Á þessu þilfari Victory gat að líta svo margar byssur, að þau töluðu um, að skipið hefði haft að minnsta kosti 40 fallbyssur á borð. Þeim var komið fyrir á fjórum þilförum. Ekki mun vist sjóliðanna á her- skipum hennar hátignar hafa verið fýsileg á þessum árum. Sjó- liðarnir bjuggu innan um byssurnar og harðstjórn mun hafa verið mikil og yfirmenn refsingasamir. Eftir að hafa gert sér grein fyrir þátttöku þessa skips í orrustunni héldu þau lengra og virtu fyrir sér upplýstan glervegg, þar sem gangur orrustunnar var útskýrður með Ijósamerkjum. Einnig voru þarna gamlir fánar, sundurskotnir sumir hverjir, sem verið höfðu í orrustunni. Bretar hafa eins og allir vita átt i mörgum og löngum styrjöldum. Það er því máske ekki að undra þótt söfn þeirra einkennist mjög af hernaðaraðgerðum fyrr ög síðar. í Planaterium, sem er viðbyggt vaxmyndasafni Madame Tussaud, er orrustunni um Bretland í síðustu styrjöld gerð nokkur skil. Þarna er með myndum og „hljóðeffektum" lýst ýmsu sem fram fór. Á miðju gólfinu f Plana- terium stendur orrustuflugvél úr síðasta striði í heilu lagi. En þar sem gengið er út, standa tveir höfuðpauranna: Hitler i hinum 25

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.