Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 22

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 22
Fimmbura afmæli Fimmburarnir hér á myndinni eru fæddir á Nýja Sjálandi. Þetta eru fjórar stúlkur og einn drengur, og þau heita Selina, Deborah, Lisa, Shirlene og Samuel. Nýlega áttu þau fjögurra ára afmæli, og þá fengu þau auðvitað margt að gera sér til gamans. Mest þótti þeim þó gaman um morguninn, en þá lofaði mamma þeirra þeim, að þau mættu baka sína afmæliskökuna hvert. Þau fengu hvert sína skál, og allt var mælt og vegið, sem í kökurnar átti að fara. Þau byrjuðu því glöð og gáskafull að hræra í skálum sín- um, en eins og sjá má á annarri myndinni lenti nú efnið að síðustu á gólfinu en ekki í bökunarofninum! Við þetta undu þau ánægð allan morguninn og þótti voða gaman — sérstaklega þegar þau komust að því, að mamma hafði bak- að daginn áður stóra afmælistertu — ef illa færi með baksturinn hjá þeim. Sitthvað fleira spjöllum við um. Þegar þessum þætti er út- varpað, er hvítasunnudagur, og um leið og Andrés kveður hlust- endur, spyr ég hann, hvort hann vilji ekki fara með einhverja bæn. Hann verður alvarlegur á svip og semur bænina sjálfur á stundinni: „Góði Guð, þú, sem ert á himni. Viltu passa landið okkar, og okkur öll.“ Þetta er falleg bæn, og nú á þessu nýbyrjaða ári endurtek ég hana. . . Já, það er margt, sem rifjast upp, þegar við lítum yfir 1970. Mörg börn komu fram í barnatímunum í Útvarpinu. Sú ábyrgðar- tilfinning, sem því fylgir, þroskar börnin. Þau stóðu sig öli vel, og ég þakka þeim öllum hjartanlega. En vitið þið, hvað ýmis ,,stórblöð“ og tímarit úti í heimi gera? Þau kjósa „Mann ársins'1. Nú hef ég valið „Æskumann ársins 1970"! Og það er hann Andrés Magnússon. Um áramót velta flestir því fyrir sér, hvað hið nýbyrjaða ár beri í skauti sér. Séu það einhverjar raunir, er gott að vita, að Guð er konungur alls heimsins, eins og hann Andrés litli sagði. — Hvert snúa menn sér? — Já, hvert leita þeir, ef eitthvað er að? Eitthvað þessu líkt spurði hinn ágæti æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar, séra Bernharður Guðmundsson, í sjónvarpsþætti um trúmái. Þvi er fljótsvarað. En bágt eiga þeir, sem engan Guð hafa til að flýja til. Mér finnst það skylda allra foreldra — og barnakennara — að innræta þessum ungu, opnu sálum guðstrú. Gefa þeim sinn Guð, er þau geta leitað til og beðið — og jafnvel þakkað öðru hverju. Einnig finnst mér, að smáótti saki ekki. Sú vitneskja, að Guð fylgist með öllu, sé alls staðar og sjái allt, getur komið f veg fyrir, að barnið geri rangt, og hjálpað því til að bera sigur úr býtum, þegar erfiðleika ber að höndum, hjálpað því til að standast freistingar. En sé Guð úr sögunni, er auðvitað alit leyfi- legt. — En hvernig fer þá? Þegar börnin hafa náð fullum þroska, ráða þau svo sjálf hvort þau kasta sínum Guði. En þá kemur aftur spurningin: — Hvert munu þau snúa sér? Ég læt fréttaritarann Anthony Grey svara þvf. ( tvö ár var hann hafður f einangrunarklefa í Kína, og í bók sinni, „Fangi í Peking", segir hann m. a.: „Veikleiki og van- máttur hins einmana einstaklings er orðinn mér Ijósari en nokkru sinni fyrr, og ég sný mér oftar til Guðs en áður. Ég bið tvisvar á dag um frelsun úr þessu." Hann lét ekki bugast. Við getum velt fyrir okkur hvers vegna. Hvort heldur við eigum Guð í alheimsgeimi eða Guð f sjálfum okkur til að biðja og leita til, þá er það víst, að Guð hjálpar þeim, sem á hann kalla og veitir þeim gleði, öryggi, og umfram allt gefur hann þeim von. Og vonin er áreiðanlega ein dýrmætasta gjöf Guðs til manna. Ég þakka ykkur svo öllum innilega fyrir liðna árið, og kveð ykkur að sinni með ósk um GLEÐILEGT ÁR! INGIBJÖRG. Takiö eftir! í síðasta blaði, Jólablaðinu, hefur líklega einhver svartálfur í ætt við prentvillupúkann verið á ferli, enda alls konar vættir á sveimi á þeim árstíma! Einhvern veginn tókst honum að brengla blaðsiðum í laginu „JÓLAKÖTTURINN" þannig, að upphaf lags- ins hefur lent á siðari blaðsíðunni. Vinsamlegast athugið því, að bls. 597 á að vera vinstra megin og er upphaf lagsins, en bls. 596 á að vera hægra megin og er endir lagsins. En þar sem svo margir safna ÆSKUNNI og geyma hana, biðj- um við ykkur að breyta þessu og merkja yfir lagið hægra megin — 1 og vinstra megin — 2 —. Þá átta sig áreiðanlega allir á laginu. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.