Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 50
E/S SELFOSS TFEB
Eimskipafélag fslands keypti Willemoes af Landssjóði f árs-
byrjun 1928 (Sjá lýsingu af Willemoes I 10. tbl. 1970).
Kaupverð skipsins var 140 þús. kr., og hlaut það nafnið Sel-
foss. Hóf skipið siglingar fyrir E. I. í marz 1928 undir stjórn Ás-
geirs Jónassonar, skipstjóra. Selfoss sigldi síðan víða, og þegar
hann var seldur til niðurrifs, árið 1956, hafði Selfoss verið allra
kaupskipa lengst I þjónustu Islendinga eða um fjörutíu ár, þar
af tuttugu og átta ár i eigu E. I. Árin 1928—31 var skipið f Ham-
borgarferðum. 1932—39 var Selfoss í föstum ferðum til Ant-
werpen, fyrstur skipa E. f. Á styrjaldarárunum 1940—43 fór skipið
sautján Ameríkuferðir, en varð þá að hætta, þar sem skipið þótti
of hægfara í skipalestum, en Selfoss gekk aðeins 7—8 sjómílur.
Til dæmis var mesta sigling skipsins yfir árið um 39 þúsund
sjómílur.
Á árinu 1943 var Selfoss leigður bandaríska hernum til strand-
siglinga við Grænland. Síðan var skipið að mestu í strandferð-
um hér við land, svo og Norðurlanda- og Bretlandsferðum. Sel-
foss var svo seldur fyrir 480 þús. fsl. kr. og var afhentur í Belglu
9. febrúar 1956. Til gamans má geta þess, að það var þetta skip,
sem flutti hingað fyrstu flugvélina, og var það árið 1919.
Þessi skemmtilega mynd var tekin af Selfossi í Bass River í
Fundyflóa við Nova Scotia á árinu 1941. Hér verður um 16 metra
munur flóðs og fjöru, einhver sá mesti á allri jörðinni. Greinilega
sést, hvar skipið stendur á þurru bundið við bryggjustúf, en áin
rennur talsvert neðar. Myndin er að sjálfsögðu tekin um fjöru.
E/S ÁSGEIR LITLI
Ásgeirsverzlunin á ísafirði keypti gufubát þennan í Danmörku
og kom hann fyrst til ísafjarðar árið 1890.
Fljótlega hóf Ásgelr litli fastar áætlunarferðir um (safjarðar-
djúp og Jökulfirði og var í þessum ferðum næstu tuttugu og
fimm árin, og varð þannig einn fyrsti strandferðabátur við ísland.
Ásgeir litli var talinn 29 brúttórúmlestir að stærð. Smlðaður var
hann í Gautaborg, en óvíst er um byggingarár. Var tallð, að bát-
urinn hafi verið búinn að liggja um tíma á hafsbotni við Svfþjóð,
áður en hann var keyprtur hingað. Um 1915 var Ásgeiri litla lagt
upp í fjöru á Isafirði, og mun hann hafa eyðilagzt þar.
50