Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 11

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 11
^■■^yrir löngu ríkti voldugur konungur f rikinu Djabekr T / í Arabíu. Hann var vinsæll meðal þegna sinna, og fjárhirzla hans var sneisafull af gulli og ger- semum. En eitt var það, sem angraði hann. Kon- ungurinn hafði ennþá engan son eignazt, ríkisarfann vant- aði. í landi hans var sá siður, að menn máttu eiga fleiri en eina og fleiri en tvær konur, og var það nú fangaráð konungs, að hann fékk sér eina konu I viðbót. Hét sú Pir- use, ung og fögur kona. Varð þá uppfyllt hin langþráða ósk konungs, honum fæddist sonur I fyllingu tímans, og hlaut hann nafnið Kodadad, en það þýðir „gjöf frá Guði“. Fyrstu ár ævi sinnar bjó ungi prinsinn í höll foreldra sinna, en er hann var um það bil sex ára, ákvað faðir En það gat hvorki hann né krákan gert. Jesper engi- spretta hugsaði sig nú dálitið um. — Eru nokkrir bjórar hér i grennd? spurði hann siðan krákuna. Krákan flaug upp og kom nær að vörmu spori aftur með nokkra bjóra. Þeir hiógu, er þeir sáu slagbrandinn, sem var fyrir dyrunum, og brátt voru þeir búnir að naga hann í sundur... og dyrnar opnuðust. — Fyrst þið eruð hér á annað borð, þá getið þið nagað í sundur böndin á grisunum, sagði Jesper við bjórana. Bjórarnir gerðu það, og brátt voru grísirnir þrír frjálsir. Þeir þökkuðu kærlega fyrir björgunina og komu sér siðan heim hið snarasta. Það var orðið skuggsýnt, þegar stóri Ijóti úlfurinn kom aftur heim i kofann sinn. Hann henti syni sínum frá sér, er hann kom til að taka á móti pabba sinum. Síðan gekk hann inn I eldhús og spurði: — Átt þú eitthvað eftir af hafragrautnum? Ég er sár- svangur. — Tíndir þú þá engin ber? spurði litli úlfurinn. — Nei, þeir voru horfnir allir þrír... ég ... ég á við, að ég fann engin ber. Úff, og ég sem ekki þoli hafragraut, sagði stóri Ijóti úifurinn ákaflega gremjulega. hans að senda hann í fóstur til vinar slns, furstans i Samarfu. Piruse, móðir prinsins, fylgdist með syni sínum til furstans og dvöldust þau mæðginin þar næstu fimmtán árin. Kodadad varð að mjög gjörvilegum ungum manni, og var það mál manna í Samaríu, að leitun mundi vera á hans lika, bæði hvað snerti líkamlegt atgervi og andlegan þroska. En einn góðan veðurdag kom prinsinn að máli við móð- ur sína og sagði: ,,Nú vil ég fara og sjá mig um i heiminum og afla mér fjár og frama. Ég veit, að faðir minn á í höggi við óvinaher, sem situr um ríki hans, og ég vil fara á hans fund og bjóða mig sem ókunnan sjálfboðaliða, því að ekki þekkir hann mig nú, þegar ég hef vaxið úr grasi og tekið út fullan þroska. Þá fyrst, er ég hef unnið eitthvert mikið frægðarverk mun ég gefa mig fram við föður minn og segja honum upp alla sögu.“ Móðir hans féllst þegar á þessl áform sonar síns, og daginn eftir lagði hann af stað heim. Það fór sem hann grunaði, að faðir hans, konungurinn i Djabekr, þekkti hann ekki, en varð þó glaður við, að fá svo hraustlegan sjálf- boðaliða i her sinn. Það fór einnig svo, að með hugprýði sinni og hreysti komst hann i svo mikið álit meðal hers- höfðingja konungs, að hann var gerður að yfirmanni stórr- ar liðssveitar. Nú er frá því að segja, að konungurinn faðir hans hafði eignazt tvo syni með konum sínum skömmu eftir að erfða- prinsinn fór til Samariu. Það vildi svo til, að þessir tveir hálfbræður hans voru i hersveitinni, sem Kodadad réð fyrir, en vitanlega þekktu þeir ekki bróður sinn frekar en aðrir. Þessir tveir prinsar voru framgjarnir mjög og kunnu því illa, hve þessi útlendi sjálfboðaliði var í miklum met- um hjá föður þeirra og öllum hernum. Þeir tóku þvi að brugga honum launráð: „Við skulum fá leyfi hjá Kodadad til þess að fara á veiðar I skóginum,- en ( stað þess að fella dýr, skulum við fara til næstu borgar og dvelja þar um tima. Þá verður faðir okkar hræddur um okkur og kennir liklega þessum útlendingi um hvarf okkar, ef til vill lætur hann taka þennan oflátung af lífi." Þegar liðnir voru þrir dagar, án þess að prinsarnir kæmu 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.