Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 49

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 49
Kl. 10 fyrir hádegi á björtum og falleg- um júnídegi lagSi barnastúkan Sakleysið nr. 3 af stað í skemmtiferð. Við fórum frá Kaupvangsstræti 4. Við vorum eitthvað 70 krakkar, og auk þess voru 4 fullorðnir til Þess að halda hópnum saman. Bílstjórinn okkar hét Kjartan og var bæði skemmtiiegur og góður bílstjóri. J®ja, nú var haldið af stað, og það var Qlatt á hjalla. Ég og Inga fórum fram í bil og sungum tvö lög [ hátalarann og fengum súkkulaðikex í verðlaun. Allir sungu eins og þeir gátu. Það var ekið sem leið liggur til Dal- víkur, Þar stönzuðum við ekkert. Áfram var haldið, þar til komið var að litlum kofa, sem er rétt fyrir utan Dalvík. Þar var öllum hópnum hleypt út, og þar fengu allir appelsín og kex. Nú voru allir orðn- ir saddir og héldum við nú áfram. Við ókum út í Ólafsfjarðarmúla, og áfram til Olafsfjarðar. Þar fengu allir frjálsan klukkutíma og réðu sér alveg sjálfir. Sum- ir fóru að synda og aðrir að skoða bæinn. Ég fór með nokkrum öðrum til að tína skeljar og kuðunga. Síðar var farið að búast til heimferðar. Við fórum sömu leið til baka. Skammt fyrir utan Fagraskóg var aftur stanzað. Allir fengu annan skammt af appelsíni og kexi. Klukkan var farin að ganga fimm, Þegar við ókum í bæinn. Allir krakkarnir sungu hraustlega, þegar við ókum eftir Glerárgötunni, því að lögreglan var á eftir okkur. En þeir veifuðu bara í okkur, og við veifuðum á móti. Að lokum var komið að Kaupvangsstræti, þar sem ferðin hófst. Ánægjulegur dagur var á enda. Anna Halla Emilsdóttir. 10 ára. Nýlega var stórgæzlumaður á ferð á Norðurlandi. Þar vlrðist staða bindindismanna allgóð. Þar standa þeir ásamt öðrum æsku- lýðs- og íþróttafélögum að bindindismóti um verzlunarmanna- helgina, sem haldið er ár hvert ( Vaglaskógi. Á Akureyri eru sem kunnugt er starfandi þrjár barnastúkur. Meðfylgjandi mynd er af embættis- og gæzlumönnum Sakleysisins nr. 3, en gæzlumaður þess er Sveinn Kristjánsson og honum til aðstoðar eru Kjartan Jónsson og Sigurlaug Jónsdóttir. Sakleysið hefur þann góða sið að fara í eina skemmtiferð að sumrinu. Er hér birt stutt en greinargóð saga af slikri för. Nú um 10 ára bil hafa bindindismenn á Suðurlandi haldið mót um verzlunarmannahelgina. Fyrstu árin var það á Húsafelli í Borgarfirði, eitt árið á Reykjum í Hrútafirði en nú hin síðari ár hefur það verið á Galtalæk á Landi. Þessi mót bindindismanna höfðu þau áhrif, að aðrir, einkum ungmennafélög, tóku upp þennan sið. Nú er það ósk stórgæzlumanns, að Unglingareglan taki virkari þátt [ Galtalækjarmótinu en verið hefur. I sem flestum barna- stúkum verði æfð atriði, sem hægt er að haía í sérstökum dag- skrárþætti Unglingareglunnar. Þelta bið ég gæzlumenn að hafa [ huga á suður- og suðvesturlandssvæðinu. Meðfylgjandi mynd er frá móti bindindismanna í Galtalækjarskógi. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.